Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 16:45 Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019
Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira