Erlent

Hótar að draga al­ríkis­að­stoð til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Í eldunum sem nú brenna hafa fjörutíu þúsund hektarar orðið logunum að bráð.
Í eldunum sem nú brenna hafa fjörutíu þúsund hektarar orðið logunum að bráð. AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því nú að láta alríkisstjórnina hætta að aðstoða Kalíforníuríki í baráttunni við skógarelda sem nú brenna víða í ríkinu.

Þetta kom fram á Twitter þar sem forsetinn lenti í rifrildi við Gavin Newsom ríkisstjóra Kalíforníu sem oft hefur gagnrýnt forsetann.

Trump sagði eldana vera Newsom að kenna sem hafi klúðrað algjörlega umsjá skóganna í Kalíforníu og því gæti hann sjálfur sér um kennt.

Á það var þó fljótlega bent að stór hluti eldanna sem nú brenna í ríkinu brenna á svæðum sem ekki er skilgreint sem skóglendi.

Rifrildið nú minnir á svipað atvik í fyrra þegar forsetinn kom með sömu fullyrðingar þegar miklir eldar brunnu í Kalíforníu en það tímabilið létu áttatíu og sex manns lífið.

Í eldunum sem nú brenna hafa fjörutíu þúsund hektarar orðið logunum að bráð.


Tengdar fréttir

Víðtækt rafmagnsleysi í Kaliforníu

Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×