Börn, eitur og stokkur Stefán Benediktsson skrifar 4. nóvember 2019 08:00 Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun