Andre Gomes fer í aðgerð í dag eftir að hafa meiðst mjög illa á hægri ökkla í leik Everton og Tottenham á Goodison Park í gær.
Andre Gomes fór úr ökklalið og ökklabrotnaði. Tottenham-maðurinn Son Heung-min fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið og fór grátandi af velli.
Einn af þeim sem kom til Andre Gomes strax eftir atvikið var tyrkneski framherjinn Cenk Tosun sem var nýkominn inn á sem varamaður. Cenk Tosun átti seinna eftir að tryggja Everton jafntefli með marki í uppbótatíma.
Everton midfielder Andre Gomes will have surgery today after suffering a horrific ankle injury in Sunday's Premier League match against Tottenham.
More https://t.co/kAr7QZYGnSpic.twitter.com/JK4UmJdmd2
— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2019
Cenk Tosun lýsti sinni upplifun af meiðslum Andre Gomes í viðtali við breska ríkisútvarpið eftir leikinn.
„Það eru allir leiðir inn í sér. Sumir leikmenn fóru næstum því að gráta,“ sagði Cenk Tosun.
„Andre var í sjokki. Augu hans voru svo galopin. Hann var grátandi, hrópandi og öskrandi,“ sagði Tosun.
„Ég reyndi bara að halda utan um hann og tala við hann. Ég sagði honum að reyna að vera rólegur. Við skildum samt ekki hvað hann var að segja,“ sagði Tosun.
Cenk Tosun tjáði sig líka um atvikið á Instagram-reikningi sínum.
„Þú vinnur, þú gerir jafntefli eða þú tapar. Það skiptir hins vegar engu máli þegar svona gerist. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki skorað. Ég vildi óska að við hefðum tapað 5-0 og að þetta hefði ekki gerst. Ég veit samt að þú kemur sterkari til baka Andre og við verðum hér til að styðja þig,“ skrifaði Cenk Tosun.
You win, you draw, you lose but all that doesn’t matter when something like this happens. I wish I didn’t score, I wish we lost 0-5 and this didn’t happen. I know you will come back stronger bro and we will be there for you @aftgomes21 Kazanırsın, kaybedersin ama böyle bir şey olunca hiçbir şeyin önemi yok. Keşke gol atmasaydım, keşke maçı 0-5 kaybetseydik ama böyle bir olay yaşanmasaydı. Biliyorum daha güçlü döneceksin kardeşim ve bu yolda biz senin daima yanında olacağız @aftgomes21View this post on Instagram
A post shared by Cenk Tosun (@cenktosun14) on Nov 3, 2019 at 11:11am PST
Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði leikmönnum sínum fyrir viðbrögð sín inn á vellinum.
„Þetta var skelfileg stund fyrir okkur og okkar lið. Þetta snerist um meira en bara fótboltaleik,“ sagði Marco Silva.
„Við munum gefa Andre og fjölskyldu hans allan okkar stuðning. Við sem hópur verðum að standa þétt saman og sýna þann anda sem við sýndum eftir atvikið,“ sagði Marco Silva.
„Leikmenn okkar eru leiðir núna. Þetta var erfið stund í búningsklefanum og erfið stund fyrir Andre. Hann er mjög illa meiddur en ég er hundrað prósent viss um að Andre kemur sterkari til baka, bæði sem fótboltamaður og sem manneskja. Hann er frábær drengur og frábær fagmaður,“ sagði Marco Silva.