Leicester City hafði ekki skorað í síðustu þremur deildarleikjum sínum og ekki varð breyting á þegar liðið mætti West Ham í Lundúnum.
Heimamenn voru langtum betri aðilinn og kom afmælisbarnið Tomáš Souček þeim yfir á 21. mínútu eftir að Mads Hermansen hafði varið skot Mohammed Kudus af stuttu færi. Var þetta í annað sinn sem Souček skorar á afmælisdaginn síðan hann gekk í raðir West Ham.
For only the second time in Premier League history, a player has scored on their birthday in two different years 🎂
— Match of the Day (@BBCMOTD) February 27, 2025
Tomas Soucek (v Wolves in 2022 and tonight against Leicester) does what only Teddy Sheringham (1994 and 1995) has done before. 🥳#WHULEI pic.twitter.com/pRshgvepwu
Undir lok fyrri hálfleiksins endaði góð sókn Hamranna með því að hinn mjög svo hávaxni miðvörður Jannik Vestergaard setti boltann í eigið net og staðan 2-0 West Ham í vil þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik lauk leiknum með 2-0 sigri West Ham sem er nú komið með 33 stig í 15. sæti að loknum 27 umferðum. Á sama tíma er Leicester í 19. sæti með 17 stig líkt og Ipswich Town sem er sæti ofar. Bæði lið eru fimm stigum frá öruggu sæti.