„Eins manns dauði er annars brauð“ Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 09:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/Vilhelm Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn. Ísland er á toppi síns riðils í undankeppninni eftir sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum en óhætt er að segja að liðið mæti ansi laskað til leiks í leikina tvo gegn Grikkjum í næstu viku. Sextán manna landsliðshópur Íslands fyrir tvo leiki gegn Grikkjum í undankeppni EM var opinberaður í gær og við það tilefni sagði Snorri Steinn, landsliðsþjálfari að það hefði verið bras að koma honum heim og saman. Sé tekið mið af meiðslalista landsliðsmanna er það vel skiljanlegt orðaval. Kanónur úr þýsku deildinni á borð við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon, Elvar Örn Jónsson og Viggó Kristjánsson vantar og þá er Bjarki Már Elísson ekki í hópnum og listinn ekki tæmandi. „Meira vesen en oft áður og meiri óvissa,“ segir Snorri Steinn um landsliðsvalið að þessu sinni. „Menn hafa bara verið meiddir, margir lykilmenn sem voru í óvissu þegar að ég var að velja hópinn og svo var helgin ekkert eitthvað frábær fyrir mig. Ég hélt það væri að rofa til en það var það bara ekki. Þá þarf maður bara að glíma við það. Það er bara partur af mínu starfi, sem og partur af því að vera handboltamaður, meiðsli. Þetta er staðan eins og hún er núna. En eins og alltaf þegar að maður velur liðið, þá er bara fínt að koma því frá sér og nú er ég búinn að því. Þá er bara að vona að drengirnir komist í gegnum þessa leiki sem þeir eiga eftir fram að þessu verkefni og að við getum farið að einbeita okkur að því.“ Elvar Örn mesta sjokkið Snorri hafði ekki tölu á því hversu marga mögulega landsliðshópa hann hafði teiknað upp í aðdragandanum en staðan olli því að símtölin í Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfara, voru ívið fleiri en fyrir hefðbundin verkefni. „Þetta er bara einhver hausverkur sem maður þarf að tækla, aðeins fleiri símtöl í Arnór heldur en venjulega til að ræða hluti. Það var meira um ef spurningar hjá okkur. „Ef þessi er ekki með hvað gerum við þá?“ en við vorum með alls konar plön í gangi og núna rétt fyrir fund negldum við þetta. Elvar Örn lyftir sér upp í leik með ÍslandiVísir/Vilhelm „Elvar Örn var kannski mesta sjokkið, það gerist náttúrlega bara í síðasta leik og hann var heill heilsu fram að því á meðan að Viggó, Ómar og Teitur, hafa bara verið að glíma við meiðsli sem og Bjarki. Ég svo sem vissi af því, vissi að það gæti brugðið til beggja vona með þá. Núna er ég búinn að velja hópinn, við göngum út frá því og þá er kannski loksins hægt að fara huga meira að leikplaninu. Því sem við ætlum að gera í leikjunum.“ „Þegar tækifærið gefst þarftu að negla það“ Ef reynt er að horfa á jákvæðar hliðar má segja sem svo að í komandi verkefni felist þá tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp. „Það er alltaf þannig þegar að þú kemur inn í landsliðið að það er tækifæri til að sýna sig og sanna. Það er nú bara þannig í þessum bransa að eins manns dauði er annars brauð. Þegar tækifærið gefst þá þarftu að negla það. Þau eru ekkert endalaus, tala nú ekki um í landsliðsbolta þar sem eru fáir gluggar og tíminn lítill. Auðvitað er þetta tækifæri fyrir menn en á sama tíma þurfum við sem lið að gera vel. Vinna þessa leiki og koma okkur í góða stöðu til að vinna riðilinn.“ Fyrri leikurinn gegn Grikkjum er spilaður í Chalkida í Grikklandi miðvikudaginn 12. mars en þremur dögum síðar mætast liðin svo öðru sinni hér heima. Tveir sigrar í þessum leikjum koma Íslandi í afar góða stöðu á toppi riðilsins og EM sætið þá nær öruggt. „Við gerum sjálfir þá kröfu að vinna þá tvisvar. Þetta er lið sem var á EM, lið sem spilaði hörku leik gegn Bosníu í síðasta glugga, vann Svartfjallaland tvisvar sinnum í janúar auðveldlega í æfingarleikjum. Við þurfum bara að vanda okkur. Það eru breytingar, þetta er öðruvísi hópur og lið heldur en var á HM. Við getum því ekki labbað inn í einhverja hluti frá því í janúar. Við þurfum að mæta grimmir og einbeittir til leiks, fyrir okkur sjálfa að sýna ákveðinn standard. Sýna að við séum betri en þessar þjóðir og gera það vel. Mér finnst það líka bara partur af einhverri vegferð sem við viljum meina að við séum á sem lið, að spila alla leiki almennilega, gera það vel og sýna frammistöðu.“ Landslið karla í handbolta Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Ísland er á toppi síns riðils í undankeppninni eftir sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum en óhætt er að segja að liðið mæti ansi laskað til leiks í leikina tvo gegn Grikkjum í næstu viku. Sextán manna landsliðshópur Íslands fyrir tvo leiki gegn Grikkjum í undankeppni EM var opinberaður í gær og við það tilefni sagði Snorri Steinn, landsliðsþjálfari að það hefði verið bras að koma honum heim og saman. Sé tekið mið af meiðslalista landsliðsmanna er það vel skiljanlegt orðaval. Kanónur úr þýsku deildinni á borð við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon, Elvar Örn Jónsson og Viggó Kristjánsson vantar og þá er Bjarki Már Elísson ekki í hópnum og listinn ekki tæmandi. „Meira vesen en oft áður og meiri óvissa,“ segir Snorri Steinn um landsliðsvalið að þessu sinni. „Menn hafa bara verið meiddir, margir lykilmenn sem voru í óvissu þegar að ég var að velja hópinn og svo var helgin ekkert eitthvað frábær fyrir mig. Ég hélt það væri að rofa til en það var það bara ekki. Þá þarf maður bara að glíma við það. Það er bara partur af mínu starfi, sem og partur af því að vera handboltamaður, meiðsli. Þetta er staðan eins og hún er núna. En eins og alltaf þegar að maður velur liðið, þá er bara fínt að koma því frá sér og nú er ég búinn að því. Þá er bara að vona að drengirnir komist í gegnum þessa leiki sem þeir eiga eftir fram að þessu verkefni og að við getum farið að einbeita okkur að því.“ Elvar Örn mesta sjokkið Snorri hafði ekki tölu á því hversu marga mögulega landsliðshópa hann hafði teiknað upp í aðdragandanum en staðan olli því að símtölin í Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfara, voru ívið fleiri en fyrir hefðbundin verkefni. „Þetta er bara einhver hausverkur sem maður þarf að tækla, aðeins fleiri símtöl í Arnór heldur en venjulega til að ræða hluti. Það var meira um ef spurningar hjá okkur. „Ef þessi er ekki með hvað gerum við þá?“ en við vorum með alls konar plön í gangi og núna rétt fyrir fund negldum við þetta. Elvar Örn lyftir sér upp í leik með ÍslandiVísir/Vilhelm „Elvar Örn var kannski mesta sjokkið, það gerist náttúrlega bara í síðasta leik og hann var heill heilsu fram að því á meðan að Viggó, Ómar og Teitur, hafa bara verið að glíma við meiðsli sem og Bjarki. Ég svo sem vissi af því, vissi að það gæti brugðið til beggja vona með þá. Núna er ég búinn að velja hópinn, við göngum út frá því og þá er kannski loksins hægt að fara huga meira að leikplaninu. Því sem við ætlum að gera í leikjunum.“ „Þegar tækifærið gefst þarftu að negla það“ Ef reynt er að horfa á jákvæðar hliðar má segja sem svo að í komandi verkefni felist þá tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp. „Það er alltaf þannig þegar að þú kemur inn í landsliðið að það er tækifæri til að sýna sig og sanna. Það er nú bara þannig í þessum bransa að eins manns dauði er annars brauð. Þegar tækifærið gefst þá þarftu að negla það. Þau eru ekkert endalaus, tala nú ekki um í landsliðsbolta þar sem eru fáir gluggar og tíminn lítill. Auðvitað er þetta tækifæri fyrir menn en á sama tíma þurfum við sem lið að gera vel. Vinna þessa leiki og koma okkur í góða stöðu til að vinna riðilinn.“ Fyrri leikurinn gegn Grikkjum er spilaður í Chalkida í Grikklandi miðvikudaginn 12. mars en þremur dögum síðar mætast liðin svo öðru sinni hér heima. Tveir sigrar í þessum leikjum koma Íslandi í afar góða stöðu á toppi riðilsins og EM sætið þá nær öruggt. „Við gerum sjálfir þá kröfu að vinna þá tvisvar. Þetta er lið sem var á EM, lið sem spilaði hörku leik gegn Bosníu í síðasta glugga, vann Svartfjallaland tvisvar sinnum í janúar auðveldlega í æfingarleikjum. Við þurfum bara að vanda okkur. Það eru breytingar, þetta er öðruvísi hópur og lið heldur en var á HM. Við getum því ekki labbað inn í einhverja hluti frá því í janúar. Við þurfum að mæta grimmir og einbeittir til leiks, fyrir okkur sjálfa að sýna ákveðinn standard. Sýna að við séum betri en þessar þjóðir og gera það vel. Mér finnst það líka bara partur af einhverri vegferð sem við viljum meina að við séum á sem lið, að spila alla leiki almennilega, gera það vel og sýna frammistöðu.“
Landslið karla í handbolta Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira