Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 06:31 Geyse hefur ekki staðið undir væntingum síðan hún kom til Manchester United árið 2023. Getty/Ben Roberts Framherji kvennaliðs Manchester United ber félaginu ekki góða söguna og hefur tjáð sig um slæma upplifun sína á samfélagsmiðlum. Geyse kom til Manchester United frá Barelona fyrir metfé árið 2023 og það voru gerðar miklar væntingar til hennar. Hún hefur aðeins náð að skora 3 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum fyrir enska félagið. Luis Filipe Silva, umboðsmaður Geyse, sagði í viðtali við Telegraph að United hafi reynt að lána hana til bandarískra félaga á sama tíma og hún var í leyfi heima í Brasilíu vegna jarðarfarar bróður síns sem lést í janúar. „Það er þjakandi og einmanalegt að þurfa að vera hjá félagi þar sem ég er ekki hamingjusöm,“ skrifaði Geyse í tilfinningaríkum pistli á samfélagsmiðlinum Instagram. Sky Sports hefur fjallað um þetta. Manchester United's Brazil forward Geyse has said she finds it "agonising and lonely" staying somewhere she is not happy. pic.twitter.com/3rrrMnFbny— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 3, 2025 „Hver dagur er þyngri og erfiðari en sá sem fór á undan og það er þungbært fyrir mig að þurfa að vera þarna,“ skrifaði Geyse. „Í stað þess að finnast vera velkomin þá er mjög óþægilegt að vera þarna og þá er mjög erfitt að finna innri frið. Þegar þú ert ekki í takt við þitt umhverfi þá missir heimurinn í kringum þig bæði lit og orku,“ skrifaði Geyse. „Stundum kemur upp þrá eftir breytingu en óttinn við hið óþekkta og óöryggi um framtíðina getur hreinlega lamað þig. Það er samt mikilvægt að átta sig á því að hver einstaklingur á skilið að vera í umhverfi og aðstæðum sem færa okkur hamingju og sátt. Það er eina leiðin til að vaxa,“ skrifaði Geyse. Félagssiptaglugginn í bandarísku deildinni lokar 24. mars næstkomandi en Manchester United þykir líklegt til að leyfa henni að fara á láni. Manchester United forward Geyse posted this on Instagram following their 2-0 win over Leicester ✍️ pic.twitter.com/VxcwbWR2Zz— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) March 2, 2025 Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Sjá meira
Geyse kom til Manchester United frá Barelona fyrir metfé árið 2023 og það voru gerðar miklar væntingar til hennar. Hún hefur aðeins náð að skora 3 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum fyrir enska félagið. Luis Filipe Silva, umboðsmaður Geyse, sagði í viðtali við Telegraph að United hafi reynt að lána hana til bandarískra félaga á sama tíma og hún var í leyfi heima í Brasilíu vegna jarðarfarar bróður síns sem lést í janúar. „Það er þjakandi og einmanalegt að þurfa að vera hjá félagi þar sem ég er ekki hamingjusöm,“ skrifaði Geyse í tilfinningaríkum pistli á samfélagsmiðlinum Instagram. Sky Sports hefur fjallað um þetta. Manchester United's Brazil forward Geyse has said she finds it "agonising and lonely" staying somewhere she is not happy. pic.twitter.com/3rrrMnFbny— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 3, 2025 „Hver dagur er þyngri og erfiðari en sá sem fór á undan og það er þungbært fyrir mig að þurfa að vera þarna,“ skrifaði Geyse. „Í stað þess að finnast vera velkomin þá er mjög óþægilegt að vera þarna og þá er mjög erfitt að finna innri frið. Þegar þú ert ekki í takt við þitt umhverfi þá missir heimurinn í kringum þig bæði lit og orku,“ skrifaði Geyse. „Stundum kemur upp þrá eftir breytingu en óttinn við hið óþekkta og óöryggi um framtíðina getur hreinlega lamað þig. Það er samt mikilvægt að átta sig á því að hver einstaklingur á skilið að vera í umhverfi og aðstæðum sem færa okkur hamingju og sátt. Það er eina leiðin til að vaxa,“ skrifaði Geyse. Félagssiptaglugginn í bandarísku deildinni lokar 24. mars næstkomandi en Manchester United þykir líklegt til að leyfa henni að fara á láni. Manchester United forward Geyse posted this on Instagram following their 2-0 win over Leicester ✍️ pic.twitter.com/VxcwbWR2Zz— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) March 2, 2025
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Sjá meira