Enski boltinn

Liverpool rak stjóra kvenna­liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir hellir hér kampavíni yfir knattspyrnistjórann sinn Matt Beard eftir að Liverpool varð enskur meistari árið 2013.
Katrín Ómarsdóttir hellir hér kampavíni yfir knattspyrnistjórann sinn Matt Beard eftir að Liverpool varð enskur meistari árið 2013. gETTY/ John Lang

Á meðan allt gengur upp hjá karlaliði Liverpool eru ekki eins góðar fréttir að berast af kvennaliði félagsins.

Liverpool tilkynnti í morgun að knattspyrnustjórinn Matt Beard hafi stýrt sínum síðasta leik hjá félaginu.

Beard hefur verið stjóri kvennaliðs félagsins undanfarin ár og kom liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Hann var látinn taka pokann sinn eftir 4-0 tap á móti Manchester City um síðustu helgi.

Liverpool konurnar eru í sjöunda sæti deildarinnar og fimmtán stigum frá sæti í Meistaradeildinni.

Þetta var í annað skiptið sem hann stýrir Liverpool en hann var einnig stjóri kvennaliðsins frá 2012 til 2015. Liðið varð þá tvisvar ensku meistari undir hans stjórn en Katrín Ómarsdóttir spilaði með liðinu á þeim tíma.

Liverpool var með 55 prósent sigurhlutfall undir stjórn Beard frá 2012 til 2015 en hefur verið með 49 prósent sigurhlutfall undanfarin fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×