Liverpool liðið líkist meira og meira Man. United liði Ferguson: Með flest karakterstig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Sadio Mane fagnar sigurmarki sínu á móti Aston Villa um helgina. Getty/Ian Cook Liverpool er með flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið vann enn einn endurkomusigurinn um helgina. Liverpool-liðið var 1-0 undir á móti Aston Villa um helgina þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum en tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lokin. Það hefur verið saga Liverpool liðsins á síðustu vikum því liðið gerði þetta einnig á móti Leicester City, Tottenham og Manchester United. Liverpool hefur nú alls fengið tíu stig út úr leikjum þar sem liðið hefur lent undir sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur. Liverpool hefur fengið þremur stigum meira en Leicester City sem er í öðru sætinu á þessum lista.Liverpool have already won points from losing positions this season, easily the best in the Premier League — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 4, 2019 Manchester United og Chelsea reka hins vegar lestina ásamt Norwich en þessi þrjú lið eru þau eins sem hafa tapað öllum leikjum þar sem þau hafa lent undir. Manchester City fékk aftur á móti sín fyrstu stig í endurkomusigri sínum á móti Southampton um helgina. Nick Miller, blaðamaður ESPN, kemst svo að orði í pistli sínum um helgina í enska boltanum að Liverpool lið Klopp líkist meira og meira Manchester United liði Sir Alex Ferguson. „Ef þeir gerðu þetta einu sinni eða tvisvar þá væri hægt að halda því fram að lukkan væri í liði með Liverpool. Málið er að fjórum sinnum á síðasta mánuði þá hefur Liverpool skorað eftir 85. mínútu og tryggt sér annaðhvort jafntefli eða sigur,“ skrifaði Nick Miller í pistli sínum. Gullaldarlið Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson átti það sameiginlegt með Liverpool liðinu í dag að koma margoft til baka í sínum leikjum. Það var erfitt að halda forystu á stigi á móti Manchester United liðinu svo við gleymum ekki að tala um svokallaðan Fergie-tíma. United liðið skoraði nefnilega margoft undir blálok leikja þegar sumir vildu meina að tíminn væri runninn út. Sá tími fékk viðurnefnið Fergie-tími. Liverpool liðið líkist vissulega liðum Ferguson hvað það varðar að liðið heldur gríðarlegri pressu á mótherja sína allan tímann og hún er aldrei meiri en þegar Liverpool þarf á stigi að halda á lokamínútunum. Liverpool hefur náð í þessi karakterstig á lokamínútum síðustu leikja og er þess vegna enn með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool mennirnir eru stórkostlegir og enska úrvalsdeildin er betri af því að hún inniheldur tvo súperlið sem munu síðan mætast um næstu helgi í leik sem enginn má missa af,“ bætti Miller við.Flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni 2019-20:(Stig úr leikjum þar sem liðið lendir undir) 1. Liverpool 10 stig 2. Leicester 7 3. Wolves 6 4. Arsenal 5 4. Tottenham 5 6. Brighton & Hove Albion 4 6. Crystal Palace 4 8. Manchester City 3 8. Sheffield United 3 8. Aston Villa 3 11. Burnley 2 12. AFC Bournemouth 1 12. West Ham 1 12. Newcastle 1 12. Everton 1 12. Southampton 1 12. Watford 1 18. Chelsea 0 18. Manchester United 0 18. Norwich City 0 Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Liverpool er með flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið vann enn einn endurkomusigurinn um helgina. Liverpool-liðið var 1-0 undir á móti Aston Villa um helgina þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum en tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lokin. Það hefur verið saga Liverpool liðsins á síðustu vikum því liðið gerði þetta einnig á móti Leicester City, Tottenham og Manchester United. Liverpool hefur nú alls fengið tíu stig út úr leikjum þar sem liðið hefur lent undir sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur. Liverpool hefur fengið þremur stigum meira en Leicester City sem er í öðru sætinu á þessum lista.Liverpool have already won points from losing positions this season, easily the best in the Premier League — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 4, 2019 Manchester United og Chelsea reka hins vegar lestina ásamt Norwich en þessi þrjú lið eru þau eins sem hafa tapað öllum leikjum þar sem þau hafa lent undir. Manchester City fékk aftur á móti sín fyrstu stig í endurkomusigri sínum á móti Southampton um helgina. Nick Miller, blaðamaður ESPN, kemst svo að orði í pistli sínum um helgina í enska boltanum að Liverpool lið Klopp líkist meira og meira Manchester United liði Sir Alex Ferguson. „Ef þeir gerðu þetta einu sinni eða tvisvar þá væri hægt að halda því fram að lukkan væri í liði með Liverpool. Málið er að fjórum sinnum á síðasta mánuði þá hefur Liverpool skorað eftir 85. mínútu og tryggt sér annaðhvort jafntefli eða sigur,“ skrifaði Nick Miller í pistli sínum. Gullaldarlið Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson átti það sameiginlegt með Liverpool liðinu í dag að koma margoft til baka í sínum leikjum. Það var erfitt að halda forystu á stigi á móti Manchester United liðinu svo við gleymum ekki að tala um svokallaðan Fergie-tíma. United liðið skoraði nefnilega margoft undir blálok leikja þegar sumir vildu meina að tíminn væri runninn út. Sá tími fékk viðurnefnið Fergie-tími. Liverpool liðið líkist vissulega liðum Ferguson hvað það varðar að liðið heldur gríðarlegri pressu á mótherja sína allan tímann og hún er aldrei meiri en þegar Liverpool þarf á stigi að halda á lokamínútunum. Liverpool hefur náð í þessi karakterstig á lokamínútum síðustu leikja og er þess vegna enn með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool mennirnir eru stórkostlegir og enska úrvalsdeildin er betri af því að hún inniheldur tvo súperlið sem munu síðan mætast um næstu helgi í leik sem enginn má missa af,“ bætti Miller við.Flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni 2019-20:(Stig úr leikjum þar sem liðið lendir undir) 1. Liverpool 10 stig 2. Leicester 7 3. Wolves 6 4. Arsenal 5 4. Tottenham 5 6. Brighton & Hove Albion 4 6. Crystal Palace 4 8. Manchester City 3 8. Sheffield United 3 8. Aston Villa 3 11. Burnley 2 12. AFC Bournemouth 1 12. West Ham 1 12. Newcastle 1 12. Everton 1 12. Southampton 1 12. Watford 1 18. Chelsea 0 18. Manchester United 0 18. Norwich City 0
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira