Hvað á fyrirbærið að heita? „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 11:00 Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool að fagna marki í lok leiksins um helgina. Samsett mynd/Getty/Marc Atkins Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira