Umferðaraukning heldur ekki í við fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 13:00 Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Vísir/Vilhelm Samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu því hún heldur ekki í við fólksfjölgun. Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Umferð á sextán lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum hefur aukist um 2,7 prósent frá áramótum. Árið á undan hafði umferðin um hringveginn aukist um 4,3 prósent á sama tíma. „Það er spáð 0,2 prósent samdrætti í hagvexti. Umferðartölur og hagvöxtur tengjast mjög náið. Það er 98 prósent fylgni á milli umferðartalna og hagvaxtar. Samdráttur í hagvexti kemur niður á umferð,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar. Hann segir samdrátt í hagkerfinu skila sér síðar í umferðina og því gæti orðið enn frekari samdráttur á næstu mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins WOW air hefur til dæmis haft töluverð áhrif. „Ég sé það bara á tölum ferðamanna frá Bandaríkjunum og Kanada, það sem WOW flutti mest til okkar. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa dregist saman um 33 prósent það sem af er ári og kanadískir um 25 prósent. Bretum hefur einnig fækkað um tæp fimmtán prósent. Bretar eru næst fjölmennastir. Þessir þrír hópar geta valdið fimmtán prósent samdrætti í ferðamönnum til landsins í ár. Það gæti þýtt eitt og hálft til tvö prósentu samdrætti í umferð.“ Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð aukist um 1,2 prósent það sem af er ári. Umferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir betur hagvaxtarþróun. Í fyrra jókst umferðin á svæðinu á sama tíma um 3 prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári verið 1,7 prósent. „Þetta nær ekki að halda í við fólksfjölgun, þessi aukning sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í raun samdráttur.“ Segir Friðleifur Ingi sem býst ekki við mikilli aukningu í umferð á næsta ári miðað við hagspár. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu því hún heldur ekki í við fólksfjölgun. Verkefnastjóri Vegagerðarinnar segir umferðartölur haldast fast í hendur við efnahagsástandið. Umferð á sextán lykilteljurum Vegagerðarinnar á hringveginum hefur aukist um 2,7 prósent frá áramótum. Árið á undan hafði umferðin um hringveginn aukist um 4,3 prósent á sama tíma. „Það er spáð 0,2 prósent samdrætti í hagvexti. Umferðartölur og hagvöxtur tengjast mjög náið. Það er 98 prósent fylgni á milli umferðartalna og hagvaxtar. Samdráttur í hagvexti kemur niður á umferð,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar. Hann segir samdrátt í hagkerfinu skila sér síðar í umferðina og því gæti orðið enn frekari samdráttur á næstu mánuðum. Gjaldþrot flugfélagsins WOW air hefur til dæmis haft töluverð áhrif. „Ég sé það bara á tölum ferðamanna frá Bandaríkjunum og Kanada, það sem WOW flutti mest til okkar. Ferðamenn frá Bandaríkjunum hafa dregist saman um 33 prósent það sem af er ári og kanadískir um 25 prósent. Bretum hefur einnig fækkað um tæp fimmtán prósent. Bretar eru næst fjölmennastir. Þessir þrír hópar geta valdið fimmtán prósent samdrætti í ferðamönnum til landsins í ár. Það gæti þýtt eitt og hálft til tvö prósentu samdrætti í umferð.“ Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð aukist um 1,2 prósent það sem af er ári. Umferð á höfuðborgarsvæðinu fylgir betur hagvaxtarþróun. Í fyrra jókst umferðin á svæðinu á sama tíma um 3 prósent. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári verið 1,7 prósent. „Þetta nær ekki að halda í við fólksfjölgun, þessi aukning sem hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í raun samdráttur.“ Segir Friðleifur Ingi sem býst ekki við mikilli aukningu í umferð á næsta ári miðað við hagspár.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira