Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2019 16:01 Saksóknarar í New York sem rannsaka greiðslur Trump og fyrirtækis hans til kvenna sem segjast hafa átt vingott við hann kröfðust þess að fá skattskýrslur frá endurskoðunarfyrirtæki forsetans. Vísir/EPA Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31