Ekki lengur Facebook heldur FACEBOOK Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 21:39 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, svaraði spurningum þingmanna í síðasta mánuði. AP/Andrew Harnik Fyrirtækið Facebook kynnti í dag nýtt merki fyrirtækisins. Merkinu, FACEBOOK, er ætlað að aðgreina fyrirtækið frá stærsta samfélagsmiðli þess, Facebook, og í senn tengja aðra samfélagsmiðla þess eins og Instagram, WhatsApp og Messenger við FACEBOOK. Fyrirtækið var stofnað fyrir um fimmtán árum og snýst um mun meira en bara upprunalega samfélagsmiðilinn. Merkið FACEBOOK mun breyta um lit, eftir því í hvaða miðli fyrirtækisins það birtist. Breytingin mun taka gildi á komandi vikum, samkvæmt tilkynningu.Áhugasamir geta kynnt sér hönnunarferli nýja merkisins hér.Samkvæmt Bloomberg kom til greina að breyta nafni móðurfélagsins. Það var þó ekki lendingin og var það vegna þess að forsvarsmenn Facebook vildu ekki láta líta út fyrir að þeir væru á flótta undan vandræðum Facebook. Þau eru umtalsverð.Svona munu tengsl miðla og fyrirtækisins koma í ljós í forritum Facebook.Forsvarsmenn Facebook hafa meðal annars verið harðlega gagnrýndir fyrir að bregðast ekki nægilega við áróðri og fölskum upplýsingum á samfélagsmiðlinum. Stefna Facebook er sú að stjórnmálamenn megi beinlínis ljúga í auglýsingum.Facebook hefur einnig verið harðlega gagnrýnt vegna meðhöndlunar á persónuupplýsingum og vegna umsvifa þess og stærðar. Stjórnmálamenn vestanhafs hafa jafnvel lagt til að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi og öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur meðal annara lagt það til. Sömuleiðis hefur fyrirtækið orðið fyrir mótlæti vegna áætlunar um að stofna rafmynt sem hægt verði að nota til að greiða fyrir vörur og þjónustu 47 ríkissaksóknarar víðsvegar um Bandaríkin rannsaka nú viðskiptahætti Facebook og þá með sérstakri áherslu á það hvort forsvarsmenn þess hafi brotið samkeppnislög. Rannsóknir þessar eru leiddar af ríkissaksóknara New York. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrirtækið Facebook kynnti í dag nýtt merki fyrirtækisins. Merkinu, FACEBOOK, er ætlað að aðgreina fyrirtækið frá stærsta samfélagsmiðli þess, Facebook, og í senn tengja aðra samfélagsmiðla þess eins og Instagram, WhatsApp og Messenger við FACEBOOK. Fyrirtækið var stofnað fyrir um fimmtán árum og snýst um mun meira en bara upprunalega samfélagsmiðilinn. Merkið FACEBOOK mun breyta um lit, eftir því í hvaða miðli fyrirtækisins það birtist. Breytingin mun taka gildi á komandi vikum, samkvæmt tilkynningu.Áhugasamir geta kynnt sér hönnunarferli nýja merkisins hér.Samkvæmt Bloomberg kom til greina að breyta nafni móðurfélagsins. Það var þó ekki lendingin og var það vegna þess að forsvarsmenn Facebook vildu ekki láta líta út fyrir að þeir væru á flótta undan vandræðum Facebook. Þau eru umtalsverð.Svona munu tengsl miðla og fyrirtækisins koma í ljós í forritum Facebook.Forsvarsmenn Facebook hafa meðal annars verið harðlega gagnrýndir fyrir að bregðast ekki nægilega við áróðri og fölskum upplýsingum á samfélagsmiðlinum. Stefna Facebook er sú að stjórnmálamenn megi beinlínis ljúga í auglýsingum.Facebook hefur einnig verið harðlega gagnrýnt vegna meðhöndlunar á persónuupplýsingum og vegna umsvifa þess og stærðar. Stjórnmálamenn vestanhafs hafa jafnvel lagt til að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi og öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur meðal annara lagt það til. Sömuleiðis hefur fyrirtækið orðið fyrir mótlæti vegna áætlunar um að stofna rafmynt sem hægt verði að nota til að greiða fyrir vörur og þjónustu 47 ríkissaksóknarar víðsvegar um Bandaríkin rannsaka nú viðskiptahætti Facebook og þá með sérstakri áherslu á það hvort forsvarsmenn þess hafi brotið samkeppnislög. Rannsóknir þessar eru leiddar af ríkissaksóknara New York.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira