Samherji segir uppbyggingu hamlað og Norlandair horfir til Grænlands með framtíðaraðstöðu í huga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 07:00 Samgönguáætlun gerir hvorki ráð fyrir að því að ljúka við flughlað Akureyrarflugvallar né því að stækka flugstöðina. Fyrirtækin Norlandair og Samherji segja það standi atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum. Fréttablaðið/Pjetur Útgerðarfélagið Samherji gagnrýnir að í drögum að samgönguáætlun sé hvorki gert ráð fyrir að því að ljúka við flughlað Akureyrarflugvallar né því að stækka flugstöðina við völlinn. Í umsögn Samherja til Alþingis segir að flughlaðið sé forsenda þess að byggja upp atvinnulóðir á Akureyrarflugvelli. Fyrirtæki á svæðinu hafi viljað byggja allt frá því árið 2013. „Þetta hamlar frekari uppbyggingu fyrirtækja sem starfa í tengslum við völlinn, þar með talið Norlandair ehf, sem Samherji hf. er hluthafi í. Meðan flughlaðið er ekki tilbúið getur Norlandair ekki byggt upp framtíðaraðstöðu eins og nauðsynleg er til uppbyggingar á fyrirtækinu.“ Norlandair sendir einnig inn umsögn og tekur þar í sama streng. Minnt er á að félagið hafi sinnt leiguflugi og áætlunarflugi frá Akureyri til Nerlerit Inaat á austurströnd Grænlands, ásamt því að sinna áætlunarflugi til Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar. Sótt hafi verið um nýja lóð á væntanlegri uppfyllingu við flugvöllinn árið 2012 en Isavia hafi synjað þeirri beiðni. „Á þessum tíma höfðu bæði ráðherrar og aðrir þingmenn fullyrt í okkar eyru að það yrði gengið frá þessari uppfyllingu þannig að hægt væri að koma upp aðstöðu þar innan tiltölulega skamms tíma. Nú, árið 2019, heilum sjö árum frá því að farið var í umsóknarferli fyrir byggingarlóð, er staðan sú að það vantar töluvert af efni í uppfyllinguna,“ segir í umsögn Norlandair. Nú geti önnur fimm ár bæst við biðtímann sem væri þá orðinn tólf ár í heild. „Í krefjandi rekstrarumhverfi sem flugrekstur er, þá gefur augaleið að tólf ára biðtími er óraunhæfur. Því hefur verið horft til annarra svæða, til dæmis Grænlands, til framtíðaruppbyggingar á félaginu og ef samgönguáætlun verður samþykkt eins og hún liggur fyrir þá er ljóst að það þarf að setja aukinn kraft í þá vinnu,“ boðar Norlandair í umsögn sinni. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Grænland Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Útgerðarfélagið Samherji gagnrýnir að í drögum að samgönguáætlun sé hvorki gert ráð fyrir að því að ljúka við flughlað Akureyrarflugvallar né því að stækka flugstöðina við völlinn. Í umsögn Samherja til Alþingis segir að flughlaðið sé forsenda þess að byggja upp atvinnulóðir á Akureyrarflugvelli. Fyrirtæki á svæðinu hafi viljað byggja allt frá því árið 2013. „Þetta hamlar frekari uppbyggingu fyrirtækja sem starfa í tengslum við völlinn, þar með talið Norlandair ehf, sem Samherji hf. er hluthafi í. Meðan flughlaðið er ekki tilbúið getur Norlandair ekki byggt upp framtíðaraðstöðu eins og nauðsynleg er til uppbyggingar á fyrirtækinu.“ Norlandair sendir einnig inn umsögn og tekur þar í sama streng. Minnt er á að félagið hafi sinnt leiguflugi og áætlunarflugi frá Akureyri til Nerlerit Inaat á austurströnd Grænlands, ásamt því að sinna áætlunarflugi til Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar. Sótt hafi verið um nýja lóð á væntanlegri uppfyllingu við flugvöllinn árið 2012 en Isavia hafi synjað þeirri beiðni. „Á þessum tíma höfðu bæði ráðherrar og aðrir þingmenn fullyrt í okkar eyru að það yrði gengið frá þessari uppfyllingu þannig að hægt væri að koma upp aðstöðu þar innan tiltölulega skamms tíma. Nú, árið 2019, heilum sjö árum frá því að farið var í umsóknarferli fyrir byggingarlóð, er staðan sú að það vantar töluvert af efni í uppfyllinguna,“ segir í umsögn Norlandair. Nú geti önnur fimm ár bæst við biðtímann sem væri þá orðinn tólf ár í heild. „Í krefjandi rekstrarumhverfi sem flugrekstur er, þá gefur augaleið að tólf ára biðtími er óraunhæfur. Því hefur verið horft til annarra svæða, til dæmis Grænlands, til framtíðaruppbyggingar á félaginu og ef samgönguáætlun verður samþykkt eins og hún liggur fyrir þá er ljóst að það þarf að setja aukinn kraft í þá vinnu,“ boðar Norlandair í umsögn sinni.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Grænland Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Icelandair fagnar tillögum um forgang á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar Icelandair fagnar þeirri tillögu sem kemur fram í drögum að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi, að uppbygging Egilsstaðaflugvallar verði sett í forgang hvað varðar uppbyggingu á varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllum. 21. ágúst 2019 11:15
Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15