„Elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2019 12:30 Lára Ágústa og Hjörtur í vöffluboði í Dúfnahólum. Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta. Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta.
Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira