„Elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2019 12:30 Lára Ágústa og Hjörtur í vöffluboði í Dúfnahólum. Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta. Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
Hann bakar alltaf vöfflur á mánudagsmorgnum, væri alveg til í að gera matreiðsluþætti, elskar ís og langar að leika fleiri vonda kalla. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag á Stöð 2 heimsótti Sindri Sindrason leikarann Hjört Sævar Steinason og Láru Ágústu Snorradóttur eiginkonu hans í Dúfnahólum í Breiðholti. Hjörtur leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Þorsta sem Steinþór Hróar Steinþórsson framleiddi og leikstýrði samhliða því að gera þættina Góðir landsmenn á Stöð 2. Á mánudagsmorgnum fær fjölskyldan sér ávallt vöfflur í morgunmat. Hjörtur og Lára hafa verið gift í 35 ár. Hún segir að Hjörtur hafi byrjað að hafa áhuga á leiklist árið 2009. „Þá fyrir tilviljun sá hann auglýsingu í Mogganum að það vantaði aukaleikara í Fangavaktina og við höfðum ekki einu sinni horft á Næturvaktina eða Dagvaktina. Hann sótti bara um, fór í prufur og var ráðinn,“ segir Lára. Hjörtur stofnaði Leikhópinn X árið 2015 sem hefur tekið þátt í mörgum verkum. „Hann segir aldrei nei við neinum. Þú skalt ekki mana hann í neitt, því hann mun gera það,“ segir Lára Ágústa Hjartardóttir, dóttir hans. Hjörtur í grínari að guðs náð sem gat verið vandræðalegt þegar börnin voru yngri. „Hann var endalaust í þessum lopapeysum og ullarsokkum. Þó það væri sól og 15 stig hiti þá var hann í ullarsokkunum yfir gallabuxurnar og í risastórum gönguskóm í ullarpeysu með rauða bindið. Þannig mætti hann í fermingarfræðsluna og ég á mestu gelgjunni,“ segir Lára. „Ég sá ekkert athugavert við þetta. Mér leið bara vel svona en þetta féll ekki vel í kramið,“ segir Hjörtur. „Hann elskar athygli og hefur alltaf elskað athygli,“ segir dóttirin. Hjörtur segist geta hugsað sér að fara aftur í aukahlutverkin eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í stórmyndinni Þorsta.
Góðir landsmenn Ísland í dag Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira