Lífið

Play á vörum Íslendinga: „Starfsmenn munu kalla sig Playboys og Playgirls“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýja flugfélagið Play var kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í Perlunni í morgun.
Nýja flugfélagið Play var kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í Perlunni í morgun.
Aðstandendur nýs íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlunni í dag áform flugfélagsins voru kynnt. Fundurinn hófst klukkan 10:30 og Vísir sýndi beint frá honum.

Að nýja flugfélaginu standa einstaklingar sem áður störfuðu hjá WOW air, sem fór í þrot í lok mars síðastliðinn.

Flugfélagið hefur til þessa gengið undir nafninu WAB, sem stendur fyrir We Are Back eða „Við höfum snúið aftur“, og vísar þar til hins fallna flugfélags. Á fundinum var tilkynnt að nýtt nafn flugfélagsins verði Play.

Mikill áhugi er á nýja flugfélaginu en á fundinum kom í ljós að félagið myndi hefja sölu á flugferðum í þessum mánuði. Bæði verða til sölu flugferðir til Evrópu og vestur um haf. 

Íslendingar hafa greinilega skoðun á nýja flugfélaginu og þá virðist nafnið hafa vakið mikla athygli eins og sjá má í umræðunni á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×