Play kynnt til leiks Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 11:25 Rauður verður einkennislitur hins nýja Play. Liturinn er ástríðufullur að sögn forstjóra flugfélagsins, auk þess sem hann hefur tengingu við íslenska náttúru. Vísir/vilhelm Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. Nafn félagsins, Play, og áform aðstandenda voru kynnt á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Upptöku frá fundinum má sjá neðst í fréttinni en með umsjón fundarins fór Arnar Már Magnússon, sem er forstjóri hins nýja félagins. Ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflug Play mun eiga sér stað en það mun liggja fyrir þegar sala á flugmiðum hefst. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu flugfélagsins, FlyPlay.com, hefst salan síðar í þessum mánuði. Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fá greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum enda eru höfuðstöðvar þess á Íslandi - við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.Klippa: Blaðamannafundur Play Arnar Már greindi frá því á fundinum að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Fyrst verður einungis flogið til Evrópu en með vorinu er stefnan sett á Bandaríkjaflug, þegar vélar Play verða orðnar sex. Áfangastaðirnir í Evrópu verði sex til að byrja með og stefnan er sett á fjórar stórborgir í Norður-Ameríku. Airbus-vélarnar henta nýja flugfélaginu vel að sögn Arnars, þær séu sparneytnar og séu vel til þess fallnar að halda úti reglulega áætlunarflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna, bæði með frakt og farþega.Aðstandendur nýja flugfélagsins: Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og lögfræðisviðs, Arnar Már Magnússon forstjóri og Sveinn Ingi Steinþórsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs.vísir/vilhelmFjármögnun tryggð Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum að sögn Arnars Más. Þau hafi lært af mistökum WOW og séu reynslunni ríkari. Play sé vel fjármagnað, 80 prósent fjármagnsins komi frá breskum fjárfestingarsjóði og hluti frá Íslenskum verðbréfum, og aðstandendur félagsins hafi hugsað vel um alla kostnaðarliði félagsins. „Við erum fjármögnuð til lengri tíma. Það var okkur gríðarlega mikilvægt og það var það fyrsta sem við lögðum upp með; við munum ekki fara af stað nema hafa nægjanlegt fé. Bæði fyrir byrjunina, upphafið, fyrir stækkunina og til lengri tíma litið. Það hefur okkur tekist og það er í samvinnu við breskan fagfjárfestasjóð og gaman að segja frá því að það voru svo Íslensk verðbréf sem komu inn hér á Íslandi. Skiptingin er þannig að 80 prósent fjármagnsins kemur erlendis frá og 20 prósent héðan frá Íslandi,“ segir Arnar. Öryggi verður í fyrirrúmi hjá hinu nýja félagi auk stundvísi, einfaldleika og hagstæðs verðs. Þar að auki verður lögð áhersla á gleði að sögn Arnars, eins og nafnið Play ber með sér.Norðurljósasalur Perlunnar var nýttur til hins ítrasta í dag.Vísir/VilhelmGefa 1000 miða Þrátt fyrir að Play sé komið vel á veg er það ekki 100% tilbúið, eins og Arnar komst að orði. Enn eigi eftir að útvega flugrekstrarleyfi og fá handbækur samþykktar hjá Samgöngustofu, en það sé á lokastigum. Bókunarvél Play sé einnig svo gott sem tilbúin. „Við höfum lagt upp með allt frá byrjun að svona félag þurfi ríkulegt fé til að standast áskoranir bæði til að byrja með og inn í framtíðina. Svo þarf leyfisveitingu. Það sem við erum í raun að gera hér hefur ekki verið gert áÍslandi í mjög langan tíma. Það eru komnir áratugir síðan. Við erum í raun að starta flugfélagi með flugrekstrarleyfi frá fyrsta degi,“ segir Arnar Már. Sem fyrr segir er búið að ýta vefsíðu flugfélagsins úr vör. Þar má nálgast nánari upplýsingar um Play; t.a.m. hvaða störf eru í boði. Skrái fólk sig á póstlista félagsins getur það jafnframt unnið einn af 1000 ókeypis flugmiðum, sem Play hyggst gefa. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum í Perlunni í dag, sem nálgast má hér.Að neðan má hlusta á viðtal við Arnar Má Magnússon forstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. Nafn félagsins, Play, og áform aðstandenda voru kynnt á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Upptöku frá fundinum má sjá neðst í fréttinni en með umsjón fundarins fór Arnar Már Magnússon, sem er forstjóri hins nýja félagins. Ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflug Play mun eiga sér stað en það mun liggja fyrir þegar sala á flugmiðum hefst. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu flugfélagsins, FlyPlay.com, hefst salan síðar í þessum mánuði. Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fá greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum enda eru höfuðstöðvar þess á Íslandi - við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.Klippa: Blaðamannafundur Play Arnar Már greindi frá því á fundinum að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Fyrst verður einungis flogið til Evrópu en með vorinu er stefnan sett á Bandaríkjaflug, þegar vélar Play verða orðnar sex. Áfangastaðirnir í Evrópu verði sex til að byrja með og stefnan er sett á fjórar stórborgir í Norður-Ameríku. Airbus-vélarnar henta nýja flugfélaginu vel að sögn Arnars, þær séu sparneytnar og séu vel til þess fallnar að halda úti reglulega áætlunarflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna, bæði með frakt og farþega.Aðstandendur nýja flugfélagsins: Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og lögfræðisviðs, Arnar Már Magnússon forstjóri og Sveinn Ingi Steinþórsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs.vísir/vilhelmFjármögnun tryggð Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum að sögn Arnars Más. Þau hafi lært af mistökum WOW og séu reynslunni ríkari. Play sé vel fjármagnað, 80 prósent fjármagnsins komi frá breskum fjárfestingarsjóði og hluti frá Íslenskum verðbréfum, og aðstandendur félagsins hafi hugsað vel um alla kostnaðarliði félagsins. „Við erum fjármögnuð til lengri tíma. Það var okkur gríðarlega mikilvægt og það var það fyrsta sem við lögðum upp með; við munum ekki fara af stað nema hafa nægjanlegt fé. Bæði fyrir byrjunina, upphafið, fyrir stækkunina og til lengri tíma litið. Það hefur okkur tekist og það er í samvinnu við breskan fagfjárfestasjóð og gaman að segja frá því að það voru svo Íslensk verðbréf sem komu inn hér á Íslandi. Skiptingin er þannig að 80 prósent fjármagnsins kemur erlendis frá og 20 prósent héðan frá Íslandi,“ segir Arnar. Öryggi verður í fyrirrúmi hjá hinu nýja félagi auk stundvísi, einfaldleika og hagstæðs verðs. Þar að auki verður lögð áhersla á gleði að sögn Arnars, eins og nafnið Play ber með sér.Norðurljósasalur Perlunnar var nýttur til hins ítrasta í dag.Vísir/VilhelmGefa 1000 miða Þrátt fyrir að Play sé komið vel á veg er það ekki 100% tilbúið, eins og Arnar komst að orði. Enn eigi eftir að útvega flugrekstrarleyfi og fá handbækur samþykktar hjá Samgöngustofu, en það sé á lokastigum. Bókunarvél Play sé einnig svo gott sem tilbúin. „Við höfum lagt upp með allt frá byrjun að svona félag þurfi ríkulegt fé til að standast áskoranir bæði til að byrja með og inn í framtíðina. Svo þarf leyfisveitingu. Það sem við erum í raun að gera hér hefur ekki verið gert áÍslandi í mjög langan tíma. Það eru komnir áratugir síðan. Við erum í raun að starta flugfélagi með flugrekstrarleyfi frá fyrsta degi,“ segir Arnar Már. Sem fyrr segir er búið að ýta vefsíðu flugfélagsins úr vör. Þar má nálgast nánari upplýsingar um Play; t.a.m. hvaða störf eru í boði. Skrái fólk sig á póstlista félagsins getur það jafnframt unnið einn af 1000 ókeypis flugmiðum, sem Play hyggst gefa. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum í Perlunni í dag, sem nálgast má hér.Að neðan má hlusta á viðtal við Arnar Má Magnússon forstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00