Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 11:43 Skúli Mogensen fangar áfanga fyrrverandi samstarfsmanna sinna. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Arnar Már Magnússon verður forstjóri hins nýja flugfélags en hann var á sínum tíma forsvarsmaður hjá WOW air. „Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga!“ segir Skúli á Facebook. WOW air varð sem kunnugt er gjaldþrota í mars á þessu ári. Hann segist hlakka til að fara út í heim að leika og vísar þannig til nafnsins Play, sem vakið hefur mikla athygli. „Ég dáist að þrautsegju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!! Til lukku Arnar Magnusson Sveinn Ingi Steinþórsson Jónína Guðmundsdóttir Daníel Snæbjörnsson Sonja Arnórs og Co!! Gangi ykkur sem allra best!“Vefsíðu ýtt úr vör Að Play flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum að því er fram kom í máli Arnars Más á blaðamannafundinum. Þau hafi lært af mistökum WOW og séu reynslunni ríkari. Play sé vel fjármagnað, 80 prósent fjármagnsins komi frá breskum fjárfestingarsjóði og hluti frá Íslenskum verðbréfum, og aðstandendur félagsins hafi hugsað vel um alla kostnaðarliði félagsins.Aðstandendur nýja flugfélagsins: Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson.Vísir/VilhelmÖryggi verður í fyrirrúmi hjá hinu nýja félagi auk stundvísi, einfaldleika og hagstæðra verða. Þar að auki verður lögð áherslu á gleði að sögn Arnars, eins og nafnið Play ber með sér. Þrátt fyrir að Play sé komið vel á veg er það ekki 100% tilbúið, eins og Arnar komst að orði. Enn eigi eftir að útvega flugrekstrarleyfi, en það sé á lokastigum. Bókunarvél Play sé einnig svo gott sem tilbúin. Sem fyrr segir er búið að ýta vefsíðu flugfélagsins úr vör. Þar má nálgast nánari upplýsingar um Play; t.a.m. hvaða störf eru í boði. Skrái fólk sig á póstlista félagsins getur það jafnframt unnið einn af 1000 ókeypis flugmiðum, sem Play hyggst gefa. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum í Perlunni í dag, sem nálgast má hér. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Arnar Már Magnússon verður forstjóri hins nýja flugfélags en hann var á sínum tíma forsvarsmaður hjá WOW air. „Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga!“ segir Skúli á Facebook. WOW air varð sem kunnugt er gjaldþrota í mars á þessu ári. Hann segist hlakka til að fara út í heim að leika og vísar þannig til nafnsins Play, sem vakið hefur mikla athygli. „Ég dáist að þrautsegju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!! Til lukku Arnar Magnusson Sveinn Ingi Steinþórsson Jónína Guðmundsdóttir Daníel Snæbjörnsson Sonja Arnórs og Co!! Gangi ykkur sem allra best!“Vefsíðu ýtt úr vör Að Play flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum að því er fram kom í máli Arnars Más á blaðamannafundinum. Þau hafi lært af mistökum WOW og séu reynslunni ríkari. Play sé vel fjármagnað, 80 prósent fjármagnsins komi frá breskum fjárfestingarsjóði og hluti frá Íslenskum verðbréfum, og aðstandendur félagsins hafi hugsað vel um alla kostnaðarliði félagsins.Aðstandendur nýja flugfélagsins: Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson.Vísir/VilhelmÖryggi verður í fyrirrúmi hjá hinu nýja félagi auk stundvísi, einfaldleika og hagstæðra verða. Þar að auki verður lögð áherslu á gleði að sögn Arnars, eins og nafnið Play ber með sér. Þrátt fyrir að Play sé komið vel á veg er það ekki 100% tilbúið, eins og Arnar komst að orði. Enn eigi eftir að útvega flugrekstrarleyfi, en það sé á lokastigum. Bókunarvél Play sé einnig svo gott sem tilbúin. Sem fyrr segir er búið að ýta vefsíðu flugfélagsins úr vör. Þar má nálgast nánari upplýsingar um Play; t.a.m. hvaða störf eru í boði. Skrái fólk sig á póstlista félagsins getur það jafnframt unnið einn af 1000 ókeypis flugmiðum, sem Play hyggst gefa. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum í Perlunni í dag, sem nálgast má hér.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira