Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 11:43 Skúli Mogensen fangar áfanga fyrrverandi samstarfsmanna sinna. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Arnar Már Magnússon verður forstjóri hins nýja flugfélags en hann var á sínum tíma forsvarsmaður hjá WOW air. „Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga!“ segir Skúli á Facebook. WOW air varð sem kunnugt er gjaldþrota í mars á þessu ári. Hann segist hlakka til að fara út í heim að leika og vísar þannig til nafnsins Play, sem vakið hefur mikla athygli. „Ég dáist að þrautsegju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!! Til lukku Arnar Magnusson Sveinn Ingi Steinþórsson Jónína Guðmundsdóttir Daníel Snæbjörnsson Sonja Arnórs og Co!! Gangi ykkur sem allra best!“Vefsíðu ýtt úr vör Að Play flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum að því er fram kom í máli Arnars Más á blaðamannafundinum. Þau hafi lært af mistökum WOW og séu reynslunni ríkari. Play sé vel fjármagnað, 80 prósent fjármagnsins komi frá breskum fjárfestingarsjóði og hluti frá Íslenskum verðbréfum, og aðstandendur félagsins hafi hugsað vel um alla kostnaðarliði félagsins.Aðstandendur nýja flugfélagsins: Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson.Vísir/VilhelmÖryggi verður í fyrirrúmi hjá hinu nýja félagi auk stundvísi, einfaldleika og hagstæðra verða. Þar að auki verður lögð áherslu á gleði að sögn Arnars, eins og nafnið Play ber með sér. Þrátt fyrir að Play sé komið vel á veg er það ekki 100% tilbúið, eins og Arnar komst að orði. Enn eigi eftir að útvega flugrekstrarleyfi, en það sé á lokastigum. Bókunarvél Play sé einnig svo gott sem tilbúin. Sem fyrr segir er búið að ýta vefsíðu flugfélagsins úr vör. Þar má nálgast nánari upplýsingar um Play; t.a.m. hvaða störf eru í boði. Skrái fólk sig á póstlista félagsins getur það jafnframt unnið einn af 1000 ókeypis flugmiðum, sem Play hyggst gefa. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum í Perlunni í dag, sem nálgast má hér. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Arnar Már Magnússon verður forstjóri hins nýja flugfélags en hann var á sínum tíma forsvarsmaður hjá WOW air. „Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga!“ segir Skúli á Facebook. WOW air varð sem kunnugt er gjaldþrota í mars á þessu ári. Hann segist hlakka til að fara út í heim að leika og vísar þannig til nafnsins Play, sem vakið hefur mikla athygli. „Ég dáist að þrautsegju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!! Til lukku Arnar Magnusson Sveinn Ingi Steinþórsson Jónína Guðmundsdóttir Daníel Snæbjörnsson Sonja Arnórs og Co!! Gangi ykkur sem allra best!“Vefsíðu ýtt úr vör Að Play flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum að því er fram kom í máli Arnars Más á blaðamannafundinum. Þau hafi lært af mistökum WOW og séu reynslunni ríkari. Play sé vel fjármagnað, 80 prósent fjármagnsins komi frá breskum fjárfestingarsjóði og hluti frá Íslenskum verðbréfum, og aðstandendur félagsins hafi hugsað vel um alla kostnaðarliði félagsins.Aðstandendur nýja flugfélagsins: Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson.Vísir/VilhelmÖryggi verður í fyrirrúmi hjá hinu nýja félagi auk stundvísi, einfaldleika og hagstæðra verða. Þar að auki verður lögð áherslu á gleði að sögn Arnars, eins og nafnið Play ber með sér. Þrátt fyrir að Play sé komið vel á veg er það ekki 100% tilbúið, eins og Arnar komst að orði. Enn eigi eftir að útvega flugrekstrarleyfi, en það sé á lokastigum. Bókunarvél Play sé einnig svo gott sem tilbúin. Sem fyrr segir er búið að ýta vefsíðu flugfélagsins úr vör. Þar má nálgast nánari upplýsingar um Play; t.a.m. hvaða störf eru í boði. Skrái fólk sig á póstlista félagsins getur það jafnframt unnið einn af 1000 ókeypis flugmiðum, sem Play hyggst gefa. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum í Perlunni í dag, sem nálgast má hér.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira