Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 16:43 Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. fréttablaðið/valli Hallgrímur Helgason, rithöfundur, krefst þess að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og forstjóri Útlendingastofnunar segi af sér vegna meðferðar á albanskri konu sem var komin tæpar 36 vikur á leið þegar henni, tveggja ára dreng og maka hennar var vísað úr landi í nótt. Hallgrímur kemur óánægju sinni á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag sem hefur hlotið miklar undirtekir. Fréttastofa greindi frá því í dag landlæknir krefðist svara. Embætti landlæknis liti það alvarlegum augum að tekin hefði verið ákvörðun um brottvísun þvert gegn ráðleggingum fagfólks á Landspítalanu. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild þar sem heilbrigðisstarfsfólk skrifaði upp á vottorð að hún væri ekki í standi til að fljúga. Hallgrímur segir stjórnvöld hafa brugðist í málinu og að ekki sé hægt að víkja sér undan ábyrgð. „Þetta var ykkar gjörð. Flestallir Íslendingar gráta athæfi ykkar og vilja ekki að svona sé farið með fólk á Íslandi. Og allir foreldrar vita hvernig það er að vera komnir upp á fæðingardeild eftir níu mánaða meðgöngu, þó ekki séu ríkislögregluljósin blikkandi á þá inn um gluggann,“ skrifar Hallgrímur. Meðferð stjórnvalda á hælisleitendum og flóttafólki hafi lengi verið til skammar. Þrátt fyrir allsnægtir sé hér á landi rekin „eins og danska skáldið sagði um sitt eigið land, fasíska útlendingapólitík, ómannúðlega og smásálarlega.“ Með þessu máli gangi stjórnvöld alveg fram af þjóðinni. „26 ára gömul albönsk kona sem komin er níu mánuði á leið er borin út eins og hér sé um að ræða einhverja nútíma tegund af útburði, þeim svarta bletti á sögu landsins. Þar sem þessi atburður mun standa í Íslandssögunni verður dómurinn yfir ábyrgðarfólki hans æði svartur,“ skrifar Hallgrímur. Það skjóti skökku við að þetta gerist á vakt tveggja ungra upplýstra kvenna í forsætis- og dómsmálaráðuneytinu. „Ábyrgðin er þó einkum hjá þessum þremur [dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar], en VG fólk hlýtur að hafa áttað sig á því loks nú að það situr með fallega klæddum fasistum við ríkisstjórnarborðið,“ segir Hallgrímur sem bætir við að lágmarkskrafa sé afsögn. „…og síðan á að senda fólk eins og skot út á eftir albönsku fjölskyldunni og sjá til þess að konan fái alla þá fæðingaraðstoð sem í boði er, hvar sem hún er niðurkomin, og fjölskyldunni verði svo boðið hingað um leið og færi gefst og gefinn ríkisborgararéttur,“ segir Hallgrímur. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 „Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hallgrímur Helgason, rithöfundur, krefst þess að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og forstjóri Útlendingastofnunar segi af sér vegna meðferðar á albanskri konu sem var komin tæpar 36 vikur á leið þegar henni, tveggja ára dreng og maka hennar var vísað úr landi í nótt. Hallgrímur kemur óánægju sinni á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag sem hefur hlotið miklar undirtekir. Fréttastofa greindi frá því í dag landlæknir krefðist svara. Embætti landlæknis liti það alvarlegum augum að tekin hefði verið ákvörðun um brottvísun þvert gegn ráðleggingum fagfólks á Landspítalanu. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild þar sem heilbrigðisstarfsfólk skrifaði upp á vottorð að hún væri ekki í standi til að fljúga. Hallgrímur segir stjórnvöld hafa brugðist í málinu og að ekki sé hægt að víkja sér undan ábyrgð. „Þetta var ykkar gjörð. Flestallir Íslendingar gráta athæfi ykkar og vilja ekki að svona sé farið með fólk á Íslandi. Og allir foreldrar vita hvernig það er að vera komnir upp á fæðingardeild eftir níu mánaða meðgöngu, þó ekki séu ríkislögregluljósin blikkandi á þá inn um gluggann,“ skrifar Hallgrímur. Meðferð stjórnvalda á hælisleitendum og flóttafólki hafi lengi verið til skammar. Þrátt fyrir allsnægtir sé hér á landi rekin „eins og danska skáldið sagði um sitt eigið land, fasíska útlendingapólitík, ómannúðlega og smásálarlega.“ Með þessu máli gangi stjórnvöld alveg fram af þjóðinni. „26 ára gömul albönsk kona sem komin er níu mánuði á leið er borin út eins og hér sé um að ræða einhverja nútíma tegund af útburði, þeim svarta bletti á sögu landsins. Þar sem þessi atburður mun standa í Íslandssögunni verður dómurinn yfir ábyrgðarfólki hans æði svartur,“ skrifar Hallgrímur. Það skjóti skökku við að þetta gerist á vakt tveggja ungra upplýstra kvenna í forsætis- og dómsmálaráðuneytinu. „Ábyrgðin er þó einkum hjá þessum þremur [dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar], en VG fólk hlýtur að hafa áttað sig á því loks nú að það situr með fallega klæddum fasistum við ríkisstjórnarborðið,“ segir Hallgrímur sem bætir við að lágmarkskrafa sé afsögn. „…og síðan á að senda fólk eins og skot út á eftir albönsku fjölskyldunni og sjá til þess að konan fái alla þá fæðingaraðstoð sem í boði er, hvar sem hún er niðurkomin, og fjölskyldunni verði svo boðið hingað um leið og færi gefst og gefinn ríkisborgararéttur,“ segir Hallgrímur.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 „Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11
„Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44