Lögmaður Atla segir Láru halda á lofti „spunatilkynningum“ úr Borgarleikhúsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 17:15 Einar Þór Sverrisson lögmaður með Atla Rafni í dómssal. Vísir/Egill Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar lýsir furðu sinni á því að einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í vinnurétti taki ekki fagnandi þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að atvinnurekandi geti ekki hagað sér með hvaða hætti sem er gagnvart starfsfólki sínu eins og Kristín Eysteinsdóttir hafi gert í máli Atla Rafns gegn henni og Borgarleikhúsinu. Þetta segir Einar Þór Sverrisson hæstaréttarlögmaður í tilefni skrifa Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti, á Vísi í dag. Þar segir Lára að henni virðist sem tekin hafi verið U-beygja í vinnurétti, háar skaða- og miskabætur veki upp spurningar og þá sé dómurinn yfir Kristínu leikhússtjóra fordæmalaus. Einar Þór er hugsi yfir því að Lára reyni að halda á lofti sjónarmiðum sem hafi komið fram í „spunafréttatilkynningum“ frá Leikfélagi Reykjavíkur í kjölfar dómsins. Atla Rafni voru dæmdar fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum. Atli Rafn var á lánssamningi hjá leikhúsinu frá Þjóðleikhúsinu til eins árs. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín leikhússtjóri hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Kristín og Borgarleikhúsið hafa áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem það bíður meðferðar.Telur framsetningu Láru með villandi hætti Einar Þór segir mikilvægt að þegar fjallað sé um lögfræðinga í dómnum, sem sé vissulega áhugaverð, að það sé ekki gert með villandi hætti. „Sérstaka athygli vekja þó háar skaðabætur og miskabætur sem eru langt umfram það sem tíðkast í sambærilegum málum,“ segir Lára í pistli sínum. Einar minnir á að í málinu hafi verið sýnt fram á með gögnum og framburði vitna að Atli hefði misst vinnu og verkefni vegna málsins, sem hafi verið bein afleiðing af þessari aðför LR gegn honum – um það var sérstaklega fjallað í forsendum dómsins og á að vera öllum ljóst sem hann lesa. Fjártjónsbætur að fjárhæð fjórar milljónir króna séu ekki há upphæð í því samhengi.Lára V. Júlíusdóttir hefur skrifað bækur um vinnurétt. Annars vegar bókina Stéttarfélög og vinnudeilur og hins vegar Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Hún var á sínum tíma framkvæmdastjóri ASÍ.Þá tínir Einar Þór til dæmi sem hann vill meina að sýni að miskabætur á borð við þær sem Atli Rafn fékk séu ekkert einsdæmi. Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, hafi fengið 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna uppsagnar hjá lögreglunni. Flugstjóri sem rekinn var frá Icelandair árið 2013 hafi fengið sömu fjárhæð og fleiri dæmi mætti telja. Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson hafi fengið 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir að fá ekki dómarastöðu við Landsrétt. „Í þessu máli missti maðurinn æruna. Hann var borinn sökum, sem hann kannast ekki við eða veit eitt né neitt um, nema að þær varða meinta kynferðislega áreitni sem ávallt hefur verið neitað,“ segir Einar. Einar segir að um 200 neikvæðar fréttir hafi verið skrifaðar af Atla Rafni undanfarin tvö ár, auk þess sem hann missti starf sitt sem sviðslistamaður og orðið að eins konar holdgervingi MeToo geranda í samfélaginu, án þess að hafa gert eitt né neitt.Vísar til máls Árna Mathiesen sem fordæmi Þá segir Einar af og frá að það sé fordæmalaust að framkvæmdastjóri atvinnurekanda sé persónulega dreginn til ábyrgðar, eins og Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri í þessu tilfelli. Vísar Einar til dóms Hæstaréttar yfir Árna Mathiesen ráðherra sem var ásamt ríkinu dæmdur fyrir að ganga fram hjá umsækjenda um stöðu héraðsdómara þegar Þorsteinn Davíðsson, sonur Davíðs Oddssonar flokksbróður Árna, var skipaður. Að mati Einar eigi enginn munur að vera þarna á. Í þessu máli var Kristín Eysteinsdóttir ein gerandi og því rétt að hún axli sína ábyrgð.Kristín Eysteinsdóttir sagði fyrir dómi að sér hafi borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis af hálfu Atla Rafns.Vísir/EgillSömuleiðis fellst Einar ekki á að reglugerð 1009/2015 hafi verið sett til að vernda einungis stöðu þolenda eineltis á vinnustað. „Reglugerðin er algjörlega skýr um það að þegar svona mál koma upp, þá ber að fella þau í ákveðin farveg, þar sem réttur beggja aðila er tryggður. Á vinnustað hvílir sú skylda að setja reglur sem ber að fylgja. Óumdeilt er að LR brást þeirri skyldu sinni.“ Einar Þór er harður á því að allur réttur hafi verið brotinn á Atla. „Reglugerðin hefur ekkert að gera með það hvort starfsmaður sé opinber starfsmaður eða ekki. Hún gildir fyrir alla, hvar sem er og hvenær sem er og sett væntanlega til þess að svona mál verði ekki til upp úr því að einhver reyni að vega einhvern úr launsátri, eins og því miður dæmi eru um.“ Einnig séu til dómar um að uppsagnir á grundvelli ósannaðra ásakana um refsiverða og/eða siðferðislega ámælisverða háttsemi séu ólögmætar og varði bótaskyldu.Alls engin U-beygja að mati Einars Þórs „Í þeim dómum er bæði metið tjón og miski. Miðað við þessa framsetningu á reglugerðinni, þá er hún bara dauður bókstafur – sem vitaskuld stenst ekki.“ Lára viti vel að kjarasamningur gangi ekki framar stjórnvaldsfyrirmælum. Það væri þá í það minnsta ný lögskýringaraðferð ef það væri rétt niðurstaða. Hann hafnar því að með dómi héraðsdóms hafi verið tekin U-beygja í vinnurétti eins og Lára haldi fram. Eða að sjónarmiðum opinbers vinnuréttar sé beitt. „Þetta er hins vegar fyrsti dómurinn sem varðar reglugerð 1009/2015 og að atvinnurekandi geti ekki bara hagað sér með hvaða hætti sem er gagnvart starfsfólki sínu eins og Kristín Eysteinsdóttir gerði í þessu máli. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir U-beygja í vinnurétti Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar. 5. nóvember 2019 11:00 Hugsi yfir háum bótum Atla Rafns og telur dóm yfir Kristínu fordæmalausan Hæstaréttarlögmaður sem hefur sérhæft sig í lögum um vinnurétt er hugsi yfir nýlegum dómi í máli Atla Rafns Sigurðsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra. 5. nóvember 2019 15:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar lýsir furðu sinni á því að einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í vinnurétti taki ekki fagnandi þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að atvinnurekandi geti ekki hagað sér með hvaða hætti sem er gagnvart starfsfólki sínu eins og Kristín Eysteinsdóttir hafi gert í máli Atla Rafns gegn henni og Borgarleikhúsinu. Þetta segir Einar Þór Sverrisson hæstaréttarlögmaður í tilefni skrifa Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti, á Vísi í dag. Þar segir Lára að henni virðist sem tekin hafi verið U-beygja í vinnurétti, háar skaða- og miskabætur veki upp spurningar og þá sé dómurinn yfir Kristínu leikhússtjóra fordæmalaus. Einar Þór er hugsi yfir því að Lára reyni að halda á lofti sjónarmiðum sem hafi komið fram í „spunafréttatilkynningum“ frá Leikfélagi Reykjavíkur í kjölfar dómsins. Atla Rafni voru dæmdar fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum. Atli Rafn var á lánssamningi hjá leikhúsinu frá Þjóðleikhúsinu til eins árs. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín leikhússtjóri hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Kristín og Borgarleikhúsið hafa áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem það bíður meðferðar.Telur framsetningu Láru með villandi hætti Einar Þór segir mikilvægt að þegar fjallað sé um lögfræðinga í dómnum, sem sé vissulega áhugaverð, að það sé ekki gert með villandi hætti. „Sérstaka athygli vekja þó háar skaðabætur og miskabætur sem eru langt umfram það sem tíðkast í sambærilegum málum,“ segir Lára í pistli sínum. Einar minnir á að í málinu hafi verið sýnt fram á með gögnum og framburði vitna að Atli hefði misst vinnu og verkefni vegna málsins, sem hafi verið bein afleiðing af þessari aðför LR gegn honum – um það var sérstaklega fjallað í forsendum dómsins og á að vera öllum ljóst sem hann lesa. Fjártjónsbætur að fjárhæð fjórar milljónir króna séu ekki há upphæð í því samhengi.Lára V. Júlíusdóttir hefur skrifað bækur um vinnurétt. Annars vegar bókina Stéttarfélög og vinnudeilur og hins vegar Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Hún var á sínum tíma framkvæmdastjóri ASÍ.Þá tínir Einar Þór til dæmi sem hann vill meina að sýni að miskabætur á borð við þær sem Atli Rafn fékk séu ekkert einsdæmi. Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, hafi fengið 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna uppsagnar hjá lögreglunni. Flugstjóri sem rekinn var frá Icelandair árið 2013 hafi fengið sömu fjárhæð og fleiri dæmi mætti telja. Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson hafi fengið 700 þúsund krónur í miskabætur fyrir að fá ekki dómarastöðu við Landsrétt. „Í þessu máli missti maðurinn æruna. Hann var borinn sökum, sem hann kannast ekki við eða veit eitt né neitt um, nema að þær varða meinta kynferðislega áreitni sem ávallt hefur verið neitað,“ segir Einar. Einar segir að um 200 neikvæðar fréttir hafi verið skrifaðar af Atla Rafni undanfarin tvö ár, auk þess sem hann missti starf sitt sem sviðslistamaður og orðið að eins konar holdgervingi MeToo geranda í samfélaginu, án þess að hafa gert eitt né neitt.Vísar til máls Árna Mathiesen sem fordæmi Þá segir Einar af og frá að það sé fordæmalaust að framkvæmdastjóri atvinnurekanda sé persónulega dreginn til ábyrgðar, eins og Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri í þessu tilfelli. Vísar Einar til dóms Hæstaréttar yfir Árna Mathiesen ráðherra sem var ásamt ríkinu dæmdur fyrir að ganga fram hjá umsækjenda um stöðu héraðsdómara þegar Þorsteinn Davíðsson, sonur Davíðs Oddssonar flokksbróður Árna, var skipaður. Að mati Einar eigi enginn munur að vera þarna á. Í þessu máli var Kristín Eysteinsdóttir ein gerandi og því rétt að hún axli sína ábyrgð.Kristín Eysteinsdóttir sagði fyrir dómi að sér hafi borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis af hálfu Atla Rafns.Vísir/EgillSömuleiðis fellst Einar ekki á að reglugerð 1009/2015 hafi verið sett til að vernda einungis stöðu þolenda eineltis á vinnustað. „Reglugerðin er algjörlega skýr um það að þegar svona mál koma upp, þá ber að fella þau í ákveðin farveg, þar sem réttur beggja aðila er tryggður. Á vinnustað hvílir sú skylda að setja reglur sem ber að fylgja. Óumdeilt er að LR brást þeirri skyldu sinni.“ Einar Þór er harður á því að allur réttur hafi verið brotinn á Atla. „Reglugerðin hefur ekkert að gera með það hvort starfsmaður sé opinber starfsmaður eða ekki. Hún gildir fyrir alla, hvar sem er og hvenær sem er og sett væntanlega til þess að svona mál verði ekki til upp úr því að einhver reyni að vega einhvern úr launsátri, eins og því miður dæmi eru um.“ Einnig séu til dómar um að uppsagnir á grundvelli ósannaðra ásakana um refsiverða og/eða siðferðislega ámælisverða háttsemi séu ólögmætar og varði bótaskyldu.Alls engin U-beygja að mati Einars Þórs „Í þeim dómum er bæði metið tjón og miski. Miðað við þessa framsetningu á reglugerðinni, þá er hún bara dauður bókstafur – sem vitaskuld stenst ekki.“ Lára viti vel að kjarasamningur gangi ekki framar stjórnvaldsfyrirmælum. Það væri þá í það minnsta ný lögskýringaraðferð ef það væri rétt niðurstaða. Hann hafnar því að með dómi héraðsdóms hafi verið tekin U-beygja í vinnurétti eins og Lára haldi fram. Eða að sjónarmiðum opinbers vinnuréttar sé beitt. „Þetta er hins vegar fyrsti dómurinn sem varðar reglugerð 1009/2015 og að atvinnurekandi geti ekki bara hagað sér með hvaða hætti sem er gagnvart starfsfólki sínu eins og Kristín Eysteinsdóttir gerði í þessu máli.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir U-beygja í vinnurétti Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar. 5. nóvember 2019 11:00 Hugsi yfir háum bótum Atla Rafns og telur dóm yfir Kristínu fordæmalausan Hæstaréttarlögmaður sem hefur sérhæft sig í lögum um vinnurétt er hugsi yfir nýlegum dómi í máli Atla Rafns Sigurðsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra. 5. nóvember 2019 15:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
U-beygja í vinnurétti Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar. 5. nóvember 2019 11:00
Hugsi yfir háum bótum Atla Rafns og telur dóm yfir Kristínu fordæmalausan Hæstaréttarlögmaður sem hefur sérhæft sig í lögum um vinnurétt er hugsi yfir nýlegum dómi í máli Atla Rafns Sigurðsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra. 5. nóvember 2019 15:00