Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 5. nóvember 2019 20:30 Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags, sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB, kynnti nafnið PLAY og framtíðaráform í morgun. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér og rauði liturinn á að tákna íslenska náttúru. Flugfélagið verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni en í vor bætast fjórar vélar við og hefst flug til Ameríku. Gert er ráð fyrir því að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. „Við erum búin að nýta síðustu vikur og mánuði vel og það sem stendur út af er í raun bara að klára flugrekstrarleyfið og við erum á lokametrunum,“ segir Arnar Már.Fjármögnun félagsins sé lokið, 80 prósent komi frá breskum fjárfestingarsjóði og tuttugu prósent frá Íslenskum verðbréfum. Arnar vill ekki gefa upp eigið fé. „Það verður gefið upp og það er ríkulegt“Leiðakerfi, bókunarvélin og heimasíða eru tilbúin og sala farmiða hefst í þessum mánuði.Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fær greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum að sögn Arnars. „Það er búið að teikna upp vaxtaráætlunina fyrir næstu ár og við teljum að við þurfum að ráða til okkar hundruð starfsmanna á næstu tólf mánuðum, einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú hundruð“En á tímum þar sem allt snýst um loftlagsmál, skýtur það ekki skökku við að fara af stað með svo óumhverfisvænan rekstur? „Það er eitt því sem við höfum hugsað mikið um í ferlinu og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum A320, hún er sparneytin og kolefnissporið er minna.“ segir Arnar Már Magnússon forstjóri Play.Svo virðist sem Play hafi tekið forystuna í kapphlaupinu um að fylla það skarð sem WOW Air skildi eftir sig. Um tíma virtist sem Michele Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, væri í forystu þegar hún hélt blaðamannafund þar sem fram kom að WOW Air myndi hefja flug milli Íslands og Washington í október. Ekkert hefur orðið út því. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Sjá meira
Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags, sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB, kynnti nafnið PLAY og framtíðaráform í morgun. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér og rauði liturinn á að tákna íslenska náttúru. Flugfélagið verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni en í vor bætast fjórar vélar við og hefst flug til Ameríku. Gert er ráð fyrir því að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. „Við erum búin að nýta síðustu vikur og mánuði vel og það sem stendur út af er í raun bara að klára flugrekstrarleyfið og við erum á lokametrunum,“ segir Arnar Már.Fjármögnun félagsins sé lokið, 80 prósent komi frá breskum fjárfestingarsjóði og tuttugu prósent frá Íslenskum verðbréfum. Arnar vill ekki gefa upp eigið fé. „Það verður gefið upp og það er ríkulegt“Leiðakerfi, bókunarvélin og heimasíða eru tilbúin og sala farmiða hefst í þessum mánuði.Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fær greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum að sögn Arnars. „Það er búið að teikna upp vaxtaráætlunina fyrir næstu ár og við teljum að við þurfum að ráða til okkar hundruð starfsmanna á næstu tólf mánuðum, einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú hundruð“En á tímum þar sem allt snýst um loftlagsmál, skýtur það ekki skökku við að fara af stað með svo óumhverfisvænan rekstur? „Það er eitt því sem við höfum hugsað mikið um í ferlinu og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum A320, hún er sparneytin og kolefnissporið er minna.“ segir Arnar Már Magnússon forstjóri Play.Svo virðist sem Play hafi tekið forystuna í kapphlaupinu um að fylla það skarð sem WOW Air skildi eftir sig. Um tíma virtist sem Michele Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, væri í forystu þegar hún hélt blaðamannafund þar sem fram kom að WOW Air myndi hefja flug milli Íslands og Washington í október. Ekkert hefur orðið út því.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Sjá meira