Dívupissukeppni milli Eyþórs Inga og Jóhönnu Guðrúnar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 12:30 Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún á jólatónleikunum frá því í fyrra. mynd/stefán þór friðriksson „Þetta er svona frekar snemmt miðað við jólatónleika og því blöndum við þessu aðeins saman við einhver dívulög og við keppum við hvort annað að syngja hærri tóna. Það gæti einkennt þessi tónleika einhver svona dívupissukeppni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem stendur fyrir jólatónleikum ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir í lok nóvember og síðan aftur rétt fyrir jól í Hofi á Akureyri. Þau standa fyrir tvennum tónleikum í Háskólabíói þann 29. og 30. nóvember og verði tónleikar þeirra fyrir norðan 22. desember. „Fyrst og fremst verða þetta jólalög en við leyfum okkur einnig að taka eitthvað aðeins annað af því að okkur finnst við vera það snemma á ferðinni. En þetta eru samt jólatónleikar og það verða jólaskreytingar á sviðinu og allt sem bendir til þess að þetta séu jólatónleikar. Við tökum bara smá hliðarspor hér og þar.“ Hann segir að gospelkór Jóns Vídalíns verði með þeim á sviðinu á tónleikunum. „Við byrjuðum með þetta í fyrra og seldum upp á þrenna tónleika í Háskólabíói þrátt fyrir að hafa varla auglýst. Það var það gaman að okkur langaði til að prófa þetta aftur. Við erum aftur á móti í fyrsta skipti í Hofi núna.“En hvor þeirra getur sungið hærra?„Það myndi vera ég,“ segir Eyþór og skellihlær. „Nei ég veit það ekki. Þetta er svolítið skemmtilegar raddir sem flútta fallega saman. Við getum bæði tekið milda pakkann á þetta en svo er hægt að rífa sig upp í rassgat. Við fáum orku frá hvor öðru á sviðinu og erum að reyna gera eitthvað sem maður ræður varla við. Það skilar sér oft í einhverri bombu.“ Hugmyndin að jólatónleikum þeirra tveggja kviknaði þegar þau komu saman á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2014 og voru þeir sýndir á Stöð 2.Hér að neðan má sjá upptöku af þeim tónleikum þegar þau tóku lagið Hjartað lyftir mér hærra. Jól Tengdar fréttir Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
„Þetta er svona frekar snemmt miðað við jólatónleika og því blöndum við þessu aðeins saman við einhver dívulög og við keppum við hvort annað að syngja hærri tóna. Það gæti einkennt þessi tónleika einhver svona dívupissukeppni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem stendur fyrir jólatónleikum ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir í lok nóvember og síðan aftur rétt fyrir jól í Hofi á Akureyri. Þau standa fyrir tvennum tónleikum í Háskólabíói þann 29. og 30. nóvember og verði tónleikar þeirra fyrir norðan 22. desember. „Fyrst og fremst verða þetta jólalög en við leyfum okkur einnig að taka eitthvað aðeins annað af því að okkur finnst við vera það snemma á ferðinni. En þetta eru samt jólatónleikar og það verða jólaskreytingar á sviðinu og allt sem bendir til þess að þetta séu jólatónleikar. Við tökum bara smá hliðarspor hér og þar.“ Hann segir að gospelkór Jóns Vídalíns verði með þeim á sviðinu á tónleikunum. „Við byrjuðum með þetta í fyrra og seldum upp á þrenna tónleika í Háskólabíói þrátt fyrir að hafa varla auglýst. Það var það gaman að okkur langaði til að prófa þetta aftur. Við erum aftur á móti í fyrsta skipti í Hofi núna.“En hvor þeirra getur sungið hærra?„Það myndi vera ég,“ segir Eyþór og skellihlær. „Nei ég veit það ekki. Þetta er svolítið skemmtilegar raddir sem flútta fallega saman. Við getum bæði tekið milda pakkann á þetta en svo er hægt að rífa sig upp í rassgat. Við fáum orku frá hvor öðru á sviðinu og erum að reyna gera eitthvað sem maður ræður varla við. Það skilar sér oft í einhverri bombu.“ Hugmyndin að jólatónleikum þeirra tveggja kviknaði þegar þau komu saman á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2014 og voru þeir sýndir á Stöð 2.Hér að neðan má sjá upptöku af þeim tónleikum þegar þau tóku lagið Hjartað lyftir mér hærra.
Jól Tengdar fréttir Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00