Sportpakkinn: „Of spennandi tækifæri til að sleppa því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 15:55 Ólafur var léttur þegar Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. mynd/stöð 2 Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður aðalþjálfari með Rúnari Páli Sigmundssyni sem er að hefja sitt sjöunda ár sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur hætti í haust að þjálfa Val. Hann var í fimm ár með Valsmenn og undir hans stjórn urðu þeir tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þar áður gerði Ólafur FH þrisvar að Íslandsmeisturum. Arnar Björnsson ræddi við Ólaf eftir að hann var kynntur sem þjálfari Stjörnunnar í dag. „Þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar að þá fannst mér það spennandi að ég gat ekki sleppt því. Þetta er geggjuð íþrótt og gaman að starfa við hana. Ég held að það séu forréttindi,“ sagði Ólafur. Hann segir að fleiri lið hafi haft samband. Hann ákvað að leggjast undir feld, taka sér gott frí og skoða málin eftir það. Ólafur segir að hugmyndin um að hann færi til Stjörnunnar hafi verið rædd fyrir nokkru. „Við Rúnar verðum saman með liðið, hlutverkaskipti eru klár milli okkar. Við vinnum þetta saman.“ En eruð þið Rúnar ekki báðir erfiðir í skapinu, gengur ykkur eitthvað að vinna saman? „Ég held að það sé góður plús þegar menn eru hálfklikkaðir eins og við báðir. Það hjálpar,“ svaraði Ólafur. Hvaða möguleika telur Ólafur að Stjarnan eigi í titilbaráttunni næsta sumar? „Stjarnan er ungt félag og hefur staðið sig vel undir stjórn Rúnars undanfarin 6-7 ár. Við erum bjartsýnir og ætlum að byrja að æfa eftir helgi. Auðvitað þekki ég knattspyrnugetu þessara knattspyrnumanna. En aðra hluti þarf ég að kynna mér betur.“ En er ekki stefnan að vinna Val í báðum leikjunum næsta sumar? „Nei, nei, helst að vinna alla. Það er best. Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður gaman. Ég veit það,“ sagði nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Jóhannesson. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Óli Jóh kominn til Stjörnunnar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður aðalþjálfari með Rúnari Páli Sigmundssyni sem er að hefja sitt sjöunda ár sem þjálfari Stjörnunnar. Ólafur hætti í haust að þjálfa Val. Hann var í fimm ár með Valsmenn og undir hans stjórn urðu þeir tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þar áður gerði Ólafur FH þrisvar að Íslandsmeisturum. Arnar Björnsson ræddi við Ólaf eftir að hann var kynntur sem þjálfari Stjörnunnar í dag. „Þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar að þá fannst mér það spennandi að ég gat ekki sleppt því. Þetta er geggjuð íþrótt og gaman að starfa við hana. Ég held að það séu forréttindi,“ sagði Ólafur. Hann segir að fleiri lið hafi haft samband. Hann ákvað að leggjast undir feld, taka sér gott frí og skoða málin eftir það. Ólafur segir að hugmyndin um að hann færi til Stjörnunnar hafi verið rædd fyrir nokkru. „Við Rúnar verðum saman með liðið, hlutverkaskipti eru klár milli okkar. Við vinnum þetta saman.“ En eruð þið Rúnar ekki báðir erfiðir í skapinu, gengur ykkur eitthvað að vinna saman? „Ég held að það sé góður plús þegar menn eru hálfklikkaðir eins og við báðir. Það hjálpar,“ svaraði Ólafur. Hvaða möguleika telur Ólafur að Stjarnan eigi í titilbaráttunni næsta sumar? „Stjarnan er ungt félag og hefur staðið sig vel undir stjórn Rúnars undanfarin 6-7 ár. Við erum bjartsýnir og ætlum að byrja að æfa eftir helgi. Auðvitað þekki ég knattspyrnugetu þessara knattspyrnumanna. En aðra hluti þarf ég að kynna mér betur.“ En er ekki stefnan að vinna Val í báðum leikjunum næsta sumar? „Nei, nei, helst að vinna alla. Það er best. Ég er hrikalega spenntur. Þetta verður gaman. Ég veit það,“ sagði nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Jóhannesson. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Óli Jóh kominn til Stjörnunnar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55 Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar. Þeir Rúnar Páll Sigmundsson stýra liðinu í sameiningu. 6. nóvember 2019 14:55
Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar. 6. nóvember 2019 13:08