Minntu á bann við utanvegaakstri áður en þau óku sjálf utanvegar Andri Eysteinsson og Kjartan Kjartansson skrifa 6. nóvember 2019 20:00 "Það að menn sjái för, sem þeir kalla slóða réttlætir ekki akstur eftir þeim. Það er enginn slóði sem liggur upp á gígbarma okkur að vitandi,“ segir í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Instagram/ExpeditionEarth.live „Vinsamlegast athugið, þessi hluti gígsins er aðeins aðgengilegur með því að fara eftir slóða. Annars er akstur utan vegar á Íslandi bannaður vegna viðkvæmrar náttúru landsins.“ Þetta skrifa nýsjálensku áhrifavaldarnir Topher Richwhite og Bridget Thackwray undir mynd sína frá ferð upp Rauðuskál í nágrenni eldfjallsins Heklu. Richwhite og Thackwray halda úti vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Expeditionearth.live. Á síðunni sýna þau frá ferðum sínum um heiminn í 4x4 ökutæki sínu sem þau kalla Gunther. Þrátt fyrir að hafa minnt fylgjendur sína á bann við utanvegaakstri virðist svo vera að þau hafi virt eigin orð að vettugi þegar þau sóttu Mælifell heim. View this post on InstagramWhile planning our route through Iceland, Topher and I saw an image online of a crater that was different to anything we had seen before. We spent hours looking at Iceland by satellite map, putting markers on all the craters we thought resembled a similar shape and colour. After two days of driving the highland 4x4 trails we finally located what we believed was the mysterious volcano. We sent the drone out and saw the fluorescent red and green colours emerge from the black, volcanic landscape. As we navigated our way up a trail to the rim of the crater, snow began to settle, which would hide its magnificent red and green colours for the winter we approach. Please note - This section of the crater is accessible by a weather service trail. 4x4’ing off designated trails is forbidden in Iceland due to sensitive environments. A post shared by EXPEDITION EARTH (@expeditionearth.live) on Oct 16, 2019 at 10:58am PDT „Leiðin að Mælifelli reyndist erfiðara en við bjuggumst við. Vegna mikillar snjókomu, yfirfullra áa og lokaðra slóða, tók það okkur þrjá daga að komast að hlíðum eldfjallsins mosaþakna,“ skrifa þau og birta myndir af sér á bílnum við fjallshlíðina og virðast hafa ekið utan vegar til þess að komast á áfangastað. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, að það hafi viðgengist að fólk keyri upp slóða til þess að horfa niður í gíg Rauðuskálar. Enginn vegur sé þar heldur einfaldlega slóði. „Allir slóðar/vegir sem má aka eftir eiga að vera merktir inn á kort. Það að menn sjái för, sem þeir kalla slóða réttlætir ekki akstur eftir þeim. Það er enginn slóði sem liggur upp á gígbarma okkur að vitandi,“ sagði Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar þegar leitað var eftir viðbrögðum frá stofnuninni. View this post on InstagramReaching Maelifell Volcano has been much more challenging than anticipated. Due to heavy snowfall, overflowing rivers and impassable access routes, it’s taken three days of seperate attempts to finally reach the base of this moss clad volcano. When we realised it would be possible to drive the planet, the first question was ‘in which vehicle?’. Although a van may have had more space, having 4x4 capabilities was an essential factor. Like Maelifell, there have been many places along our journey that would not have been accessible without our third companion. Thank you Gunther! A post shared by EXPEDITION EARTH (@expeditionearth.live) on Nov 3, 2019 at 10:30am PST „Svona háttalag er því ef til vill til þess fallið að fleiri fari að keyra í förum sem verða þá enn sýnilegri og þar með verður tjón á náttúru landsins. Það er ekki sú tegund ferðamennsku eða sú landkynning sem við sækjumst eftir,“ segir Björn. Fylgjendur Nýsjálendinganna á Instagram eru um 311 þúsund talsins og hafa 35,537 líkað við myndina frá Rauðuskál og 28,781 líkað við myndina frá Mælifelli. Auk þeirra mynda frá Íslandi hafa þau deilt myndböndum í Instagram Story sem leiða má líkur að mikill fjöldi hafi séð.Fréttablaðið birti í gærkvöldi myndbönd úr áðurnefndu Instagram Story sem sýna utanvegaakstur Richwhite og Thackwray bersýnilega. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem utanvegaakstur á Instagram kemst í umræðuna en mikið var fjallað um mál rússnesku instagramstjörnunnar Alexanders Tikhomirovs sem spændi um Bjarnarflag við Mývatn í byrjun júní. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Samfélagsmiðlar Umhverfismál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Vinsamlegast athugið, þessi hluti gígsins er aðeins aðgengilegur með því að fara eftir slóða. Annars er akstur utan vegar á Íslandi bannaður vegna viðkvæmrar náttúru landsins.“ Þetta skrifa nýsjálensku áhrifavaldarnir Topher Richwhite og Bridget Thackwray undir mynd sína frá ferð upp Rauðuskál í nágrenni eldfjallsins Heklu. Richwhite og Thackwray halda úti vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Expeditionearth.live. Á síðunni sýna þau frá ferðum sínum um heiminn í 4x4 ökutæki sínu sem þau kalla Gunther. Þrátt fyrir að hafa minnt fylgjendur sína á bann við utanvegaakstri virðist svo vera að þau hafi virt eigin orð að vettugi þegar þau sóttu Mælifell heim. View this post on InstagramWhile planning our route through Iceland, Topher and I saw an image online of a crater that was different to anything we had seen before. We spent hours looking at Iceland by satellite map, putting markers on all the craters we thought resembled a similar shape and colour. After two days of driving the highland 4x4 trails we finally located what we believed was the mysterious volcano. We sent the drone out and saw the fluorescent red and green colours emerge from the black, volcanic landscape. As we navigated our way up a trail to the rim of the crater, snow began to settle, which would hide its magnificent red and green colours for the winter we approach. Please note - This section of the crater is accessible by a weather service trail. 4x4’ing off designated trails is forbidden in Iceland due to sensitive environments. A post shared by EXPEDITION EARTH (@expeditionearth.live) on Oct 16, 2019 at 10:58am PDT „Leiðin að Mælifelli reyndist erfiðara en við bjuggumst við. Vegna mikillar snjókomu, yfirfullra áa og lokaðra slóða, tók það okkur þrjá daga að komast að hlíðum eldfjallsins mosaþakna,“ skrifa þau og birta myndir af sér á bílnum við fjallshlíðina og virðast hafa ekið utan vegar til þess að komast á áfangastað. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, að það hafi viðgengist að fólk keyri upp slóða til þess að horfa niður í gíg Rauðuskálar. Enginn vegur sé þar heldur einfaldlega slóði. „Allir slóðar/vegir sem má aka eftir eiga að vera merktir inn á kort. Það að menn sjái för, sem þeir kalla slóða réttlætir ekki akstur eftir þeim. Það er enginn slóði sem liggur upp á gígbarma okkur að vitandi,“ sagði Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar þegar leitað var eftir viðbrögðum frá stofnuninni. View this post on InstagramReaching Maelifell Volcano has been much more challenging than anticipated. Due to heavy snowfall, overflowing rivers and impassable access routes, it’s taken three days of seperate attempts to finally reach the base of this moss clad volcano. When we realised it would be possible to drive the planet, the first question was ‘in which vehicle?’. Although a van may have had more space, having 4x4 capabilities was an essential factor. Like Maelifell, there have been many places along our journey that would not have been accessible without our third companion. Thank you Gunther! A post shared by EXPEDITION EARTH (@expeditionearth.live) on Nov 3, 2019 at 10:30am PST „Svona háttalag er því ef til vill til þess fallið að fleiri fari að keyra í förum sem verða þá enn sýnilegri og þar með verður tjón á náttúru landsins. Það er ekki sú tegund ferðamennsku eða sú landkynning sem við sækjumst eftir,“ segir Björn. Fylgjendur Nýsjálendinganna á Instagram eru um 311 þúsund talsins og hafa 35,537 líkað við myndina frá Rauðuskál og 28,781 líkað við myndina frá Mælifelli. Auk þeirra mynda frá Íslandi hafa þau deilt myndböndum í Instagram Story sem leiða má líkur að mikill fjöldi hafi séð.Fréttablaðið birti í gærkvöldi myndbönd úr áðurnefndu Instagram Story sem sýna utanvegaakstur Richwhite og Thackwray bersýnilega. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem utanvegaakstur á Instagram kemst í umræðuna en mikið var fjallað um mál rússnesku instagramstjörnunnar Alexanders Tikhomirovs sem spændi um Bjarnarflag við Mývatn í byrjun júní.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Samfélagsmiðlar Umhverfismál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira