Nú verður hann alltaf hluti af henni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:53 Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt. Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt.
Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira