Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2019 07:39 Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Hann var meðal annars sakaður um að spinna niðurstöðu Mueller-skýrslunnar svonefndu. Hann féllst þó ekki á að gefa Trump forseta hreint sakarvottorð opinberlega vegna Úkraínumálsins nú. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00