Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2019 09:30 William B. Taylor hefur lengi starfað í bandarísku utanríkisþjónustunni. AP/J.Scott Applewhite Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu taldi ljóst að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði gert rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að skilyrði fyrir því að úkraínsk stjórnvöld fengju hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem þau sóttust eftir. Persónulegur lögmaður Trump hafi staðið fyrir því. Í framburði Williams Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump forseta kom fram að „skýr skilningur“ hans hafi verið sá að Úkraínustjórn fengi ekki tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþings hafði samþykkt eða fund í Hvíta húsinu nema hún féllist á rannsóknir sem Trump sóttist eftir. „Það var skýr skilningur minn. Öryggisaðstoðin fengist ekki fyrr en forsetinn [Úkraínu] lofaði að gera rannsóknirnar,“ sagði Taylor að því er kemur fram í eftirriti af framburði hann fyrir nefndunum sem var gert opinbert í gær.Sjá einnig:Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Taylor bar upphaflega vitni fyrir luktum dyrum en hann kemur aftur fyrir nefndirnar í næstu viku þegar fyrstu opinberu vitnaleiðslurnar í rannsókninni eru áætlaðar. Tveir aðrir embættismenn hafa einnig borið vitni í rannsókninni um að hernaðaraðstoðin hafi verið skilyrt við að úkraínsk stjórnvöld gengju að kröfum Trump. Forsetinn hefur engu að síður ítrekað borið við sakleysi sínu og fullyrt að engin „kaup kaups“ “ [lat. Quid pro quo] hafi átt sér stað í samskiptum hans við Úkraínu.Giuliani er í miðpunkti rannsóknarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump forseta.AP/Charles KrupaGiuliani upphafsmaður hugmyndarinnar um rannsóknir Úkraínu Taylor bendlaði Trump forseta ekki persónulega við þessi „kaup kaups“ heldur Rudy Giuliani, persónulegan lögmann forsetans. Giuliani hafi farið fyrir þrýstingsherferð á úkraínsk stjórnvöld til að fá þau til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í kosningum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu um Demókrataflokkinn. Taldi Taylor þó að Giuliani gerði það fyrir hönd Trump forseta. Taylor sagðist aldrei hafa talað persónulega við Trump um það. New York Times segir að repúblikanar á þingi muni að líkindum halda þeirri staðreynd á lofti í málsvörn sinni fyrir forsetann. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden, án frekari sannanna, um spillingu þegar hann sem varaforseti þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka ríkissaksóknara á sama tíma og sonur hans Hunter Biden sat í stjórn úkraínska olíufyrirtækisins Burisma. Það á Biden að hafa gert til að halda hlífiskildi yfir syni sínum. Ekkert bendir þó til að rannsókn hafi verið í gangi á Burisma eða að hún hafi beinst að Biden yngri. Þá var þrýstingur Biden eldri um að reka saksóknarann hluti af gagnrýni vestrænna ríkja á að saksóknarinn léti hjá liggja að uppræta langvarandi spillingu. Samsæriskenningin sem Trump og Giuliani vildu að yrði rannsökuð snýst um að það hafi í raun verið Úkraínumenn, en ekki Rússar, sem brutust inn í tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Sú kenning hefur verið marghrakin. „Ég held að uppruni hugmyndarinnar um að fá Zelenskíj forseta til að segja upphátt að hann ætlaði að rannsaka Burisma og kosningarnar 2016, ég held að upphafsmaður, manneskjan sem kom með hana hafi verið herra Giuliani,“ bar Taylor vitni um. Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur borið vitni um að þegar hann og aðrir embættismenn hafi viljað að Trump ræddi við Zelenskíj Úkraínuforseta í maí hafi Trump fundið Úkraínu allt til foráttu. Trump hafi skipað Sondland að „tala við Rudy“ því hann „veit allt um Úkraínu“. „Rudy átti eitthvað slæmt sökótt við Úkraínu og þar til Rudy yrði sáttur ætlaði forsetinn ekki að skipta um skoðun,“ sagði Sondland fyrir þingnefndunum.Sondland sendiherra breytti upphaflegum vitnisburði sínum fyrir þingnefndunum eftir að hann sagði að ný atriði hefðu rifjast upp fyrir sér.AP/Virginia MayoSendiherra breytti framburði sínum Dökk mynd hefur verið dregin upp af samskiptum Trump og erindreka hans við Úkraínu í þeim framburðum sem hafa verið gerðir opinberir í vikunni. Sondland, sem Trump fól meðal annars að sjá um samskiptin við Úkraínu, breytti upphaflegum framburði sínum fyrir þingnefndunum á mánudag og viðurkenndi að hann hefði gert nánasta ráðgjafa Zelenskíj Úkraínuforseta ljóst að hernaðaraðstoðin væri háð rannsóknunum sem Trump krafðist. Það gerði hann eftir að framburður annarra vitna hafði vakið upp spurningar um hvort Sondland hefði framið meinsæri í upphaflegum framburði sínum. Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Evrópu, sendi ráðgjafanum texta með nákvæmu orðalagi sem hann vildi að Zelenskíj notaði þegar hann tilkynnti opinberlega um rannsókn á Burisma og bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þá bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, vitni um að Giuliani hafi stýrt ófrægingarherferð gegn henni sem miðaði að því að ryðja henni úr vegi við upphaf þrýstingsherferðar hans gegn úkraínskum stjórnvöldum. Hún taldi sér jafnframt ógnað þegar hún las að Trump hefði sagt Zelenskíj í símtalinu fræga að hún væri „slæmar fréttir“ og að hún ætti eftir að „lenda í ýmsu“. Demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni vilja að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, beri vitni en líklegt þykir að Bolton hunsi stefnu þess efnis. Taylor bar vitni um að Bolton hafi verið ósáttur við ráðahag Trump og Giuliani varðandi Úkraínu. Bolton hafi meðal annars ráðlagt sér að senda Mike Pompeo, utanríkisráðherra, formlegt skeyti með áhyggjum af því að hernaðaraðstoðinni væri haldið eftir. Bolton hafi jafnframt hafi ásamt Ginu Haspel, forstjóra leyniþjónustunnar CIA, og tveimur ráðherrum ríkisstjórnarinnar reynt að snúa við ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoðina í sumar. Þá hafi þáverandi þjóðaröryggisráðgjafinn varað við því að Trump ræddi við Zelenskíj í síma í júlí vegna þess að það ætti eftir að verða „stórslys“, að því er kemur fram í frétt Washington Post.Gengst við „rannsókn“ í Úkraínu Í röð tísta í gær fullyrti Giuliani sjálfur að „rannsókn“ sem hann hafi stýrt á „samráði Úkraínumanna 2016“ og spillingu hafi aðeins verið gerð til að verja skjólstæðing hans, Trump forseta, gegn röngum sökum. Virtist Giuliani vísar þar til rannsóknar Roberts Mueller, fyrrverandi sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og samsæriskenningar hans og Trump um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld en ekki rússnesk sem reyndu að hafa afskipti af kosningunum. Það gengur þvert á niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar og rannsóknar dómsmálaráðuneytisins. Engu að síður fullyrti Giuliani að sönnungögnin nú ættu eftir að sýna að Úkraínumálið væri eins mikið „gabb“ og Rússarannsóknin þegar þau væru öll komin fram. Þau muni sanna að Trump sé saklaus. Tilkynnti Giuliani jafnframt að hann hefði ráðið hóp lögfræðinga til að verja sig. Fram hefur komið að í það minnsta tveir samverkamenn Giuliani í þrýstingsherferðinni í Úkraínu hafi verið handteknir, grunaðir um ólögleg kosningaframlög. Giuliani hefur ekki staðfest hvort hann sjálfur sé til rannsóknar í því máli.The investigation I conducted concerning 2016 Ukrainian collusion and corruption, was done solely as a defense attorney to defend my client against false charges, that kept changing as one after another were disproven.— Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) November 6, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu taldi ljóst að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefði gert rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að skilyrði fyrir því að úkraínsk stjórnvöld fengju hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem þau sóttust eftir. Persónulegur lögmaður Trump hafi staðið fyrir því. Í framburði Williams Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump forseta kom fram að „skýr skilningur“ hans hafi verið sá að Úkraínustjórn fengi ekki tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþings hafði samþykkt eða fund í Hvíta húsinu nema hún féllist á rannsóknir sem Trump sóttist eftir. „Það var skýr skilningur minn. Öryggisaðstoðin fengist ekki fyrr en forsetinn [Úkraínu] lofaði að gera rannsóknirnar,“ sagði Taylor að því er kemur fram í eftirriti af framburði hann fyrir nefndunum sem var gert opinbert í gær.Sjá einnig:Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Taylor bar upphaflega vitni fyrir luktum dyrum en hann kemur aftur fyrir nefndirnar í næstu viku þegar fyrstu opinberu vitnaleiðslurnar í rannsókninni eru áætlaðar. Tveir aðrir embættismenn hafa einnig borið vitni í rannsókninni um að hernaðaraðstoðin hafi verið skilyrt við að úkraínsk stjórnvöld gengju að kröfum Trump. Forsetinn hefur engu að síður ítrekað borið við sakleysi sínu og fullyrt að engin „kaup kaups“ “ [lat. Quid pro quo] hafi átt sér stað í samskiptum hans við Úkraínu.Giuliani er í miðpunkti rannsóknarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump forseta.AP/Charles KrupaGiuliani upphafsmaður hugmyndarinnar um rannsóknir Úkraínu Taylor bendlaði Trump forseta ekki persónulega við þessi „kaup kaups“ heldur Rudy Giuliani, persónulegan lögmann forsetans. Giuliani hafi farið fyrir þrýstingsherferð á úkraínsk stjórnvöld til að fá þau til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í kosningum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu um Demókrataflokkinn. Taldi Taylor þó að Giuliani gerði það fyrir hönd Trump forseta. Taylor sagðist aldrei hafa talað persónulega við Trump um það. New York Times segir að repúblikanar á þingi muni að líkindum halda þeirri staðreynd á lofti í málsvörn sinni fyrir forsetann. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden, án frekari sannanna, um spillingu þegar hann sem varaforseti þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka ríkissaksóknara á sama tíma og sonur hans Hunter Biden sat í stjórn úkraínska olíufyrirtækisins Burisma. Það á Biden að hafa gert til að halda hlífiskildi yfir syni sínum. Ekkert bendir þó til að rannsókn hafi verið í gangi á Burisma eða að hún hafi beinst að Biden yngri. Þá var þrýstingur Biden eldri um að reka saksóknarann hluti af gagnrýni vestrænna ríkja á að saksóknarinn léti hjá liggja að uppræta langvarandi spillingu. Samsæriskenningin sem Trump og Giuliani vildu að yrði rannsökuð snýst um að það hafi í raun verið Úkraínumenn, en ekki Rússar, sem brutust inn í tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Sú kenning hefur verið marghrakin. „Ég held að uppruni hugmyndarinnar um að fá Zelenskíj forseta til að segja upphátt að hann ætlaði að rannsaka Burisma og kosningarnar 2016, ég held að upphafsmaður, manneskjan sem kom með hana hafi verið herra Giuliani,“ bar Taylor vitni um. Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur borið vitni um að þegar hann og aðrir embættismenn hafi viljað að Trump ræddi við Zelenskíj Úkraínuforseta í maí hafi Trump fundið Úkraínu allt til foráttu. Trump hafi skipað Sondland að „tala við Rudy“ því hann „veit allt um Úkraínu“. „Rudy átti eitthvað slæmt sökótt við Úkraínu og þar til Rudy yrði sáttur ætlaði forsetinn ekki að skipta um skoðun,“ sagði Sondland fyrir þingnefndunum.Sondland sendiherra breytti upphaflegum vitnisburði sínum fyrir þingnefndunum eftir að hann sagði að ný atriði hefðu rifjast upp fyrir sér.AP/Virginia MayoSendiherra breytti framburði sínum Dökk mynd hefur verið dregin upp af samskiptum Trump og erindreka hans við Úkraínu í þeim framburðum sem hafa verið gerðir opinberir í vikunni. Sondland, sem Trump fól meðal annars að sjá um samskiptin við Úkraínu, breytti upphaflegum framburði sínum fyrir þingnefndunum á mánudag og viðurkenndi að hann hefði gert nánasta ráðgjafa Zelenskíj Úkraínuforseta ljóst að hernaðaraðstoðin væri háð rannsóknunum sem Trump krafðist. Það gerði hann eftir að framburður annarra vitna hafði vakið upp spurningar um hvort Sondland hefði framið meinsæri í upphaflegum framburði sínum. Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Evrópu, sendi ráðgjafanum texta með nákvæmu orðalagi sem hann vildi að Zelenskíj notaði þegar hann tilkynnti opinberlega um rannsókn á Burisma og bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þá bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, vitni um að Giuliani hafi stýrt ófrægingarherferð gegn henni sem miðaði að því að ryðja henni úr vegi við upphaf þrýstingsherferðar hans gegn úkraínskum stjórnvöldum. Hún taldi sér jafnframt ógnað þegar hún las að Trump hefði sagt Zelenskíj í símtalinu fræga að hún væri „slæmar fréttir“ og að hún ætti eftir að „lenda í ýmsu“. Demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni vilja að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, beri vitni en líklegt þykir að Bolton hunsi stefnu þess efnis. Taylor bar vitni um að Bolton hafi verið ósáttur við ráðahag Trump og Giuliani varðandi Úkraínu. Bolton hafi meðal annars ráðlagt sér að senda Mike Pompeo, utanríkisráðherra, formlegt skeyti með áhyggjum af því að hernaðaraðstoðinni væri haldið eftir. Bolton hafi jafnframt hafi ásamt Ginu Haspel, forstjóra leyniþjónustunnar CIA, og tveimur ráðherrum ríkisstjórnarinnar reynt að snúa við ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoðina í sumar. Þá hafi þáverandi þjóðaröryggisráðgjafinn varað við því að Trump ræddi við Zelenskíj í síma í júlí vegna þess að það ætti eftir að verða „stórslys“, að því er kemur fram í frétt Washington Post.Gengst við „rannsókn“ í Úkraínu Í röð tísta í gær fullyrti Giuliani sjálfur að „rannsókn“ sem hann hafi stýrt á „samráði Úkraínumanna 2016“ og spillingu hafi aðeins verið gerð til að verja skjólstæðing hans, Trump forseta, gegn röngum sökum. Virtist Giuliani vísar þar til rannsóknar Roberts Mueller, fyrrverandi sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og samsæriskenningar hans og Trump um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld en ekki rússnesk sem reyndu að hafa afskipti af kosningunum. Það gengur þvert á niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar og rannsóknar dómsmálaráðuneytisins. Engu að síður fullyrti Giuliani að sönnungögnin nú ættu eftir að sýna að Úkraínumálið væri eins mikið „gabb“ og Rússarannsóknin þegar þau væru öll komin fram. Þau muni sanna að Trump sé saklaus. Tilkynnti Giuliani jafnframt að hann hefði ráðið hóp lögfræðinga til að verja sig. Fram hefur komið að í það minnsta tveir samverkamenn Giuliani í þrýstingsherferðinni í Úkraínu hafi verið handteknir, grunaðir um ólögleg kosningaframlög. Giuliani hefur ekki staðfest hvort hann sjálfur sé til rannsóknar í því máli.The investigation I conducted concerning 2016 Ukrainian collusion and corruption, was done solely as a defense attorney to defend my client against false charges, that kept changing as one after another were disproven.— Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) November 6, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39