Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir og Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir skrifa 7. nóvember 2019 14:14 Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Útlendingar” og “þetta fólk” Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar