Fékk ekki að borða á veitingastað í London því hún er kona Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 17:05 Kristín Edwald er mikil veiðikona og í veiðiklúbbnum Strekktar línur. Fréttablaðið/Stefán Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Kristín greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Vísi. Kristín lýsir því að eldri breskur herramaður hafi boðið henni til hádegisverðar í stangveiðiklúbbi í ensku höfuðborginni. Þegar hún hafi mætt á svæðið hafi starfsmaður veitingastaðarins sagt við breska herramanninn sem hafði boðið Kristínu og fleirum: „Sorry but women are not allowed...“ Hún minnir á að árið sé 2019. „Ég varð aldrei þessu vant kjaftstopp, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir Kristín. Í framhaldinu hafi reiðin blossað upp í henni. En reglum staðarins var ekki breytt og Kristín fékk ekki að snæða á staðnum frekar en aðrar konur. Kristín segist ekki líða misrétti af nokkru tagi, hvorki á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða nokkurs annars.Jón Þór Ólason formaður SVFR.Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í ummælum við færslu Kristínar að hún sé velkomin í félagið. „Velkominn í SVFR Kristín - þar starfrækjum við öfluga kvennadeild og 2 magnaðar konur sitja í stjórn félagsins. Ömurlegt að heyra af svona steinaldar-hugsunarhætti. Annars kom nú fram hjá Loka á baksíðu DV er fyrsta konan settist í stjórn SVFR að nú væri síðasta vígið fallið. En nú er öldin önnur nema í landi þar sem drottning ræður ríkjum.“ Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sem starfar með Kristínu á lögmannsstofunni Lex, er hneyksluð eins og fleiri. „Ertu að grínast? Ég hélt að þetta væri liðin tíð í landi Bretadrottningar. Ég meina, þeir hleyptu konum inn í golfklúbbinn á St. Andrews árið 2017. Ég hélt að það hefði verið síðasta vígið.“ Íslendingar erlendis Jafnréttismál Stangveiði Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Kristín greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Vísi. Kristín lýsir því að eldri breskur herramaður hafi boðið henni til hádegisverðar í stangveiðiklúbbi í ensku höfuðborginni. Þegar hún hafi mætt á svæðið hafi starfsmaður veitingastaðarins sagt við breska herramanninn sem hafði boðið Kristínu og fleirum: „Sorry but women are not allowed...“ Hún minnir á að árið sé 2019. „Ég varð aldrei þessu vant kjaftstopp, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir Kristín. Í framhaldinu hafi reiðin blossað upp í henni. En reglum staðarins var ekki breytt og Kristín fékk ekki að snæða á staðnum frekar en aðrar konur. Kristín segist ekki líða misrétti af nokkru tagi, hvorki á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða nokkurs annars.Jón Þór Ólason formaður SVFR.Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í ummælum við færslu Kristínar að hún sé velkomin í félagið. „Velkominn í SVFR Kristín - þar starfrækjum við öfluga kvennadeild og 2 magnaðar konur sitja í stjórn félagsins. Ömurlegt að heyra af svona steinaldar-hugsunarhætti. Annars kom nú fram hjá Loka á baksíðu DV er fyrsta konan settist í stjórn SVFR að nú væri síðasta vígið fallið. En nú er öldin önnur nema í landi þar sem drottning ræður ríkjum.“ Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sem starfar með Kristínu á lögmannsstofunni Lex, er hneyksluð eins og fleiri. „Ertu að grínast? Ég hélt að þetta væri liðin tíð í landi Bretadrottningar. Ég meina, þeir hleyptu konum inn í golfklúbbinn á St. Andrews árið 2017. Ég hélt að það hefði verið síðasta vígið.“
Íslendingar erlendis Jafnréttismál Stangveiði Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira