Fékk ekki að borða á veitingastað í London því hún er kona Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 17:05 Kristín Edwald er mikil veiðikona og í veiðiklúbbnum Strekktar línur. Fréttablaðið/Stefán Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Kristín greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Vísi. Kristín lýsir því að eldri breskur herramaður hafi boðið henni til hádegisverðar í stangveiðiklúbbi í ensku höfuðborginni. Þegar hún hafi mætt á svæðið hafi starfsmaður veitingastaðarins sagt við breska herramanninn sem hafði boðið Kristínu og fleirum: „Sorry but women are not allowed...“ Hún minnir á að árið sé 2019. „Ég varð aldrei þessu vant kjaftstopp, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir Kristín. Í framhaldinu hafi reiðin blossað upp í henni. En reglum staðarins var ekki breytt og Kristín fékk ekki að snæða á staðnum frekar en aðrar konur. Kristín segist ekki líða misrétti af nokkru tagi, hvorki á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða nokkurs annars.Jón Þór Ólason formaður SVFR.Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í ummælum við færslu Kristínar að hún sé velkomin í félagið. „Velkominn í SVFR Kristín - þar starfrækjum við öfluga kvennadeild og 2 magnaðar konur sitja í stjórn félagsins. Ömurlegt að heyra af svona steinaldar-hugsunarhætti. Annars kom nú fram hjá Loka á baksíðu DV er fyrsta konan settist í stjórn SVFR að nú væri síðasta vígið fallið. En nú er öldin önnur nema í landi þar sem drottning ræður ríkjum.“ Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sem starfar með Kristínu á lögmannsstofunni Lex, er hneyksluð eins og fleiri. „Ertu að grínast? Ég hélt að þetta væri liðin tíð í landi Bretadrottningar. Ég meina, þeir hleyptu konum inn í golfklúbbinn á St. Andrews árið 2017. Ég hélt að það hefði verið síðasta vígið.“ Íslendingar erlendis Jafnréttismál Stangveiði Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Kristín Edwald, lögmaður og veiðikona, segist aldrei þessu vant hafa orðið kjaftstopp þegar henni var tjáð í stangveiðiklúbbi í London í dag að konur væru ekki leyfðar á veitingastaðnum. Kristín greinir frá þessu á Facebook og staðfestir í samtali við Vísi. Kristín lýsir því að eldri breskur herramaður hafi boðið henni til hádegisverðar í stangveiðiklúbbi í ensku höfuðborginni. Þegar hún hafi mætt á svæðið hafi starfsmaður veitingastaðarins sagt við breska herramanninn sem hafði boðið Kristínu og fleirum: „Sorry but women are not allowed...“ Hún minnir á að árið sé 2019. „Ég varð aldrei þessu vant kjaftstopp, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ segir Kristín. Í framhaldinu hafi reiðin blossað upp í henni. En reglum staðarins var ekki breytt og Kristín fékk ekki að snæða á staðnum frekar en aðrar konur. Kristín segist ekki líða misrétti af nokkru tagi, hvorki á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða nokkurs annars.Jón Þór Ólason formaður SVFR.Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir í ummælum við færslu Kristínar að hún sé velkomin í félagið. „Velkominn í SVFR Kristín - þar starfrækjum við öfluga kvennadeild og 2 magnaðar konur sitja í stjórn félagsins. Ömurlegt að heyra af svona steinaldar-hugsunarhætti. Annars kom nú fram hjá Loka á baksíðu DV er fyrsta konan settist í stjórn SVFR að nú væri síðasta vígið fallið. En nú er öldin önnur nema í landi þar sem drottning ræður ríkjum.“ Þórunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sem starfar með Kristínu á lögmannsstofunni Lex, er hneyksluð eins og fleiri. „Ertu að grínast? Ég hélt að þetta væri liðin tíð í landi Bretadrottningar. Ég meina, þeir hleyptu konum inn í golfklúbbinn á St. Andrews árið 2017. Ég hélt að það hefði verið síðasta vígið.“
Íslendingar erlendis Jafnréttismál Stangveiði Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira