Skólayfirvöld og foreldrar þurfi að taka á matarvenjum barna Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 19:49 Ragga segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við það að mörg börn séu með slæmar matarvenjur. Vísir/Vilhelm Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem flestir þekkja sem Röggu Nagla, segir ríka ástæðu til þess að vekja athygli á offitu barna á Íslandi. Íslendingar þurfi að horfast í augu við þær lausnir sem séu fyrir hendi svo börnum líði betur í eigin skinni og eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Ragga fram nokkrar lausnir sem hægt sé að taka til skoðunar til þess að sporna við óheilbrigðum matarvenjum. Hún ítrekar þó að mikilvægast sé að skoða hvernig börn borði, frekar en hvað þau borði. Mikil umræða hefur skapast um offitu hjá íslenskum börnum eftir að málið var tekið fyrir í fréttaskýringarþættinum Kompás. Þar kom fram að íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung og að samkvæmt nýjustu mælingum sé fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd. Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“„Ef börn eiga að skófla niður matnum á kortéri þá velja þau mat sem uppfyllir þau skilyrði eins og samlokur, snúða, skinkuhorn og ostaslaufur. Mat sem þau geta mokað upp í túlann með höndunum á innan við fimm og málið er dautt,“ skrifar Ragga og bætir við að í þessu samhengi megi draga skólayfirvöld og foreldra til ábyrgðar. Hún segir endurteknar máltíðir á hlaupum eða í kapphlaupi við klukkuna valda því að líkaminn sé ekki klár í að melta fæðuna. Blóðið sé enn í útlimum sem þýði minna blóðflæði í magann og slíkt geti valdið meltingartruflunum til lengri tíma. „Hámað í sófanum í kaffistofunni yfir símanum og hausinn er ekki með í partýinu í munninum því hann er á fullu að skoða myndir á instagram. Það verður engin upplifun af matnum. Engin nautn. Engin tenging. Engin skráning á máltíðinni í minninu.“Ragga segir mikilvægt að börn fái góðan tíma í að næra sig en ekki eiga að þurfa að velja mat sem þau geti borðað á fimm mínútum.Vísir/GettyAllir elska mat en fæstir borða þannig Ragga bendir á að rannsóknir sýni fram á það að þegar fjölskyldur borði saman og sitji saman þar til matartíma sé lokið séu grennri en aðrar fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir fari frá borðinu þegar þeir hafa lokið sér af. Núvitund sé líka hjálpleg í þessu samhengi og segir hún fólk sem nærast í núvitund fara að velja hollari kosti. „Allir elska að borða. Allir elska mat. Enn fæstir borða eins og þeir elski mat.“ Þær lausnir sem Ragga setur fram snúa að matartímanum sjálfum. Fyrsta lausnin sé að útrýma sjónvarpsglápi og símahangsi á meðan matartíma stendur enda þurfi einbeitingin að vera á máltíðina sjálfa en ekki annað afþreyingarefni. „Við viljum að heilinn sé í partýinu sem er í munninum en ekki límdur á hvað er að gerast á skjánum á Jútjúb eða Instagramm,“ skrifar Ragga. Næstu lausnir miða að frekari samvinnu foreldra og barna þegar kemur að matargerðinni og matartímanum sjálfum. Það að foreldrar leyfi börnum að taka þátt í eldamennskunni, brýni fyrir þeim að taka sér góðan tíma í máltíðina og hvetji þau til þess að velja fjölbreyttara mataræði geti skipt sköpum. „Því ást er að veita óskipta athygli og ef við kennum unglingum að borða hægar, í fullkominni ró og með öll skilningarvit galopin verða þau sáttari í sálinni eftir hverja máltíð sem minnkar líkur á árás á nammibarinn í Hagkaup í næstu frímínútum.“Pistil Röggu má lesa í heild sinni hér að neðan. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem flestir þekkja sem Röggu Nagla, segir ríka ástæðu til þess að vekja athygli á offitu barna á Íslandi. Íslendingar þurfi að horfast í augu við þær lausnir sem séu fyrir hendi svo börnum líði betur í eigin skinni og eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Ragga fram nokkrar lausnir sem hægt sé að taka til skoðunar til þess að sporna við óheilbrigðum matarvenjum. Hún ítrekar þó að mikilvægast sé að skoða hvernig börn borði, frekar en hvað þau borði. Mikil umræða hefur skapast um offitu hjá íslenskum börnum eftir að málið var tekið fyrir í fréttaskýringarþættinum Kompás. Þar kom fram að íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung og að samkvæmt nýjustu mælingum sé fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd. Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“„Ef börn eiga að skófla niður matnum á kortéri þá velja þau mat sem uppfyllir þau skilyrði eins og samlokur, snúða, skinkuhorn og ostaslaufur. Mat sem þau geta mokað upp í túlann með höndunum á innan við fimm og málið er dautt,“ skrifar Ragga og bætir við að í þessu samhengi megi draga skólayfirvöld og foreldra til ábyrgðar. Hún segir endurteknar máltíðir á hlaupum eða í kapphlaupi við klukkuna valda því að líkaminn sé ekki klár í að melta fæðuna. Blóðið sé enn í útlimum sem þýði minna blóðflæði í magann og slíkt geti valdið meltingartruflunum til lengri tíma. „Hámað í sófanum í kaffistofunni yfir símanum og hausinn er ekki með í partýinu í munninum því hann er á fullu að skoða myndir á instagram. Það verður engin upplifun af matnum. Engin nautn. Engin tenging. Engin skráning á máltíðinni í minninu.“Ragga segir mikilvægt að börn fái góðan tíma í að næra sig en ekki eiga að þurfa að velja mat sem þau geti borðað á fimm mínútum.Vísir/GettyAllir elska mat en fæstir borða þannig Ragga bendir á að rannsóknir sýni fram á það að þegar fjölskyldur borði saman og sitji saman þar til matartíma sé lokið séu grennri en aðrar fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir fari frá borðinu þegar þeir hafa lokið sér af. Núvitund sé líka hjálpleg í þessu samhengi og segir hún fólk sem nærast í núvitund fara að velja hollari kosti. „Allir elska að borða. Allir elska mat. Enn fæstir borða eins og þeir elski mat.“ Þær lausnir sem Ragga setur fram snúa að matartímanum sjálfum. Fyrsta lausnin sé að útrýma sjónvarpsglápi og símahangsi á meðan matartíma stendur enda þurfi einbeitingin að vera á máltíðina sjálfa en ekki annað afþreyingarefni. „Við viljum að heilinn sé í partýinu sem er í munninum en ekki límdur á hvað er að gerast á skjánum á Jútjúb eða Instagramm,“ skrifar Ragga. Næstu lausnir miða að frekari samvinnu foreldra og barna þegar kemur að matargerðinni og matartímanum sjálfum. Það að foreldrar leyfi börnum að taka þátt í eldamennskunni, brýni fyrir þeim að taka sér góðan tíma í máltíðina og hvetji þau til þess að velja fjölbreyttara mataræði geti skipt sköpum. „Því ást er að veita óskipta athygli og ef við kennum unglingum að borða hægar, í fullkominni ró og með öll skilningarvit galopin verða þau sáttari í sálinni eftir hverja máltíð sem minnkar líkur á árás á nammibarinn í Hagkaup í næstu frímínútum.“Pistil Röggu má lesa í heild sinni hér að neðan.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00
„Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00