Kallar eftir því að fólk í valdastöðum vandi málflutning um vímuefnanotendur Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 21:30 Elísabet segir skaðaminnkandi úrræði bæði hafa ávinning fyrir vímuefnanotendur sem og samfélagið allt. Neyslurými muni bjarga lífum. Helga Lind Mar/Aðsend Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði – skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, segir mikilvægt að vanda málflutning þegar fjallað er um heimilislausa sem glíma við vímuefnavanda. Hún gagnrýnir ummæli Baldurs Borgþórssonar varaborgarfulltrúa Miðflokksins, sem hann lét falla í viðtali við Útvarp Sögu, en segist vilja trúa því að hann meini vel. Í viðtalinu fullyrti Baldur að Reykjavíkurborg hefði útvegað og afhent fíklum lyfseðilsskyld lyf í gistiskýli fyrir heimilislausa. Hann sagði salernum þar hafa verið breytt í neyslurými án heimildar og voru myndir birtar af salernunum. Á einni mynd sáust leiðbeiningar fyrir þá sem kysu að nota vímuefni í æð og tekið fram að horft væri fram hjá því ef einstaklingar notuðu salernin til þess í skaðaminnkandi tilgangi. Baldur sagðist jafnframt hafa unnið sem sjálfboðaliði við að hjálpa fólki sem væri að glíma við mikinn vímuefnavanda og sagði hann neyslurými leysa engan vanda. Frekar ætti að setja fjármuni í að koma fíklum í meðferð. Í samtali við Vísi segir Elísabet málflutning Baldurs einkennast af ákveðnu viðhorfi sem hún hafi persónulega oft orðið vitni að í samfélaginu. Fólk stýrist af sinni sannfæringu en oft hafi það ekki kynnt sér málin nægilega vel.Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, segir neyslurými ekki leysa neinn vanda.„Heimilislausir einstaklingar með vímuefnavanda er jaðarsettur hópur í samfélaginu okkar og það er mikilvægt að vanda sig þegar maður tjáir sig um svo viðkvæm málefni. Óvandaður málflutningur sem byggist ekki á gagnreyndri þekkingu getur valdið meiri skaða, meiri fordómum í samfélaginu, aukið jaðarsetningu viðkvæms hóps og sá skaði getur orðið stærri en fyrir bara einstaklinginn sjálfan sem málflutningurinn beinist gegn,“ segir Elísabet. Hún segir mikilvægt að einstaklingar í áhrifastöðum átti sig á þeirri ábyrgð sem fylgir því og það sé þeim ekki til framdráttar að koma höggi á einn veikasta og viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Þetta er virkilega varhugavert og ég kalla að sjálfsögðu eftir því að einstaklingar sem hafa tök á því að vera í pólitík vandi sig betur.“Neyslurými munu bjarga lífum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um neyslurými í annað sinn og verði það að lögum getur Embætti landlæknis veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými. Samkvæmt því verði heimilt að semja við lögreglu að hún grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum rýmið sem yrði lagalega verndað umhverfi.Sjá einnig: Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinnElísabet bendir á að rannsóknir styðji við neyslurými sem og skaðaminnkandi aðgerðir. Slíkar aðgerðir dragi úr líkum á dauðsföllum vegna ofskömmtunar sem og sýkingum og smithættu á milli einstaklinga. Slík rými séu sett upp með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi og virðingu fyrir mannslífum og í þeim felist ekki síst samfélagslegur ávinningur. „Samfélagið okkar er byggt upp á ákveðinn máta og ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim hópi sem ég starfa nánast með, heimilislausir einstaklingar með vímuefnavanda, sem nota vímuefni í æð. Á Íslandi er við gildi svokölluð refsistefna, sem refsar veiku fólki fyrir að vera með vímuefnavanda. Lögin í dag skilgreina þau sem glæpamenn þegar þau þurfa í raun á heilbrigðisaðstoð að halda. Þessum einstaklingum er oft neitað um þá þjónustu sem þau þurfa og veldur það talsverðum skaða fyrir þeirra heilsu og velferð,“ segir Elísabet. Hún segir ekkert rými vera til á Íslandi þar sem einstaklingar geti notað vímuefni í æð undir eftirliti fagaðila. Það að kalla salerni þar sem fólk noti vímuefni í æð sé engum til framdráttar, þar sem það flokkist ekki sem neyslurými. „Neyslurými munu bjarga lífum og leysa risastóran vanda sem Ísland verður að horfast í augu við; ofskammtanir af völdum vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja.“Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram frumvarp um neyslurými.Vísir/VilhelmMagnaðir hlutir gerast þegar fólki er mætt af virðingu og mannúð Elísabet ítrekar mikilvægi skaðaminnkunar og segir slíka aðferðafræði horfa raunsætt í augun á vímuefnavandanum og lágmarki skaðann af notkun slíkra efna. Skaðaminnkun sé ekki meðferðarúrræði en tali á sama tíma ekki gegn meðferðarúrræðum. „Mikilvægt er að hafa hugfast að á bakvið alvarlegan vímuefnavanda liggur flókin saga. Áföll, ofbeldi, fátækt og hlutir sem mörg okkar geta ekki ímyndað sér. Þetta er ekki sjálfskaparvíti. Vímuefnaneysla er oft leið fyrir fólk til þess að lifa af þessi áföll. Að takast svo á við vímuefnavandann er stórt skref og þá þarf fólk mikinn stuðning til að geta unnið úr ástæðum neyslunnar og er ótrúlega mikilvægt að það séu til slík úrræði í samfélaginu,“ segir Elísabet. Hún segir mikilvægt að samfélagið búi til pláss fyrir þennan hóp, beri virðingu fyrir honum og horfist í augu við það að hann sé til staðar. Afneitun á vandamálinu hjálpi engum. „Það er nefnilega magnað að þegar maður mætir fólki þar sem það er statt, á mannúðlegan máta og af virðingu, án fordóma og forræðishyggju, þá gerast magnaðir hlutir.“ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. 11. október 2019 20:00 Rauði krossinn styður frumvarp um neyslurými Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. 6. ágúst 2019 18:10 Skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. 17. október 2019 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði – skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, segir mikilvægt að vanda málflutning þegar fjallað er um heimilislausa sem glíma við vímuefnavanda. Hún gagnrýnir ummæli Baldurs Borgþórssonar varaborgarfulltrúa Miðflokksins, sem hann lét falla í viðtali við Útvarp Sögu, en segist vilja trúa því að hann meini vel. Í viðtalinu fullyrti Baldur að Reykjavíkurborg hefði útvegað og afhent fíklum lyfseðilsskyld lyf í gistiskýli fyrir heimilislausa. Hann sagði salernum þar hafa verið breytt í neyslurými án heimildar og voru myndir birtar af salernunum. Á einni mynd sáust leiðbeiningar fyrir þá sem kysu að nota vímuefni í æð og tekið fram að horft væri fram hjá því ef einstaklingar notuðu salernin til þess í skaðaminnkandi tilgangi. Baldur sagðist jafnframt hafa unnið sem sjálfboðaliði við að hjálpa fólki sem væri að glíma við mikinn vímuefnavanda og sagði hann neyslurými leysa engan vanda. Frekar ætti að setja fjármuni í að koma fíklum í meðferð. Í samtali við Vísi segir Elísabet málflutning Baldurs einkennast af ákveðnu viðhorfi sem hún hafi persónulega oft orðið vitni að í samfélaginu. Fólk stýrist af sinni sannfæringu en oft hafi það ekki kynnt sér málin nægilega vel.Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, segir neyslurými ekki leysa neinn vanda.„Heimilislausir einstaklingar með vímuefnavanda er jaðarsettur hópur í samfélaginu okkar og það er mikilvægt að vanda sig þegar maður tjáir sig um svo viðkvæm málefni. Óvandaður málflutningur sem byggist ekki á gagnreyndri þekkingu getur valdið meiri skaða, meiri fordómum í samfélaginu, aukið jaðarsetningu viðkvæms hóps og sá skaði getur orðið stærri en fyrir bara einstaklinginn sjálfan sem málflutningurinn beinist gegn,“ segir Elísabet. Hún segir mikilvægt að einstaklingar í áhrifastöðum átti sig á þeirri ábyrgð sem fylgir því og það sé þeim ekki til framdráttar að koma höggi á einn veikasta og viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Þetta er virkilega varhugavert og ég kalla að sjálfsögðu eftir því að einstaklingar sem hafa tök á því að vera í pólitík vandi sig betur.“Neyslurými munu bjarga lífum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um neyslurými í annað sinn og verði það að lögum getur Embætti landlæknis veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými. Samkvæmt því verði heimilt að semja við lögreglu að hún grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum rýmið sem yrði lagalega verndað umhverfi.Sjá einnig: Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinnElísabet bendir á að rannsóknir styðji við neyslurými sem og skaðaminnkandi aðgerðir. Slíkar aðgerðir dragi úr líkum á dauðsföllum vegna ofskömmtunar sem og sýkingum og smithættu á milli einstaklinga. Slík rými séu sett upp með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi og virðingu fyrir mannslífum og í þeim felist ekki síst samfélagslegur ávinningur. „Samfélagið okkar er byggt upp á ákveðinn máta og ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim hópi sem ég starfa nánast með, heimilislausir einstaklingar með vímuefnavanda, sem nota vímuefni í æð. Á Íslandi er við gildi svokölluð refsistefna, sem refsar veiku fólki fyrir að vera með vímuefnavanda. Lögin í dag skilgreina þau sem glæpamenn þegar þau þurfa í raun á heilbrigðisaðstoð að halda. Þessum einstaklingum er oft neitað um þá þjónustu sem þau þurfa og veldur það talsverðum skaða fyrir þeirra heilsu og velferð,“ segir Elísabet. Hún segir ekkert rými vera til á Íslandi þar sem einstaklingar geti notað vímuefni í æð undir eftirliti fagaðila. Það að kalla salerni þar sem fólk noti vímuefni í æð sé engum til framdráttar, þar sem það flokkist ekki sem neyslurými. „Neyslurými munu bjarga lífum og leysa risastóran vanda sem Ísland verður að horfast í augu við; ofskammtanir af völdum vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja.“Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram frumvarp um neyslurými.Vísir/VilhelmMagnaðir hlutir gerast þegar fólki er mætt af virðingu og mannúð Elísabet ítrekar mikilvægi skaðaminnkunar og segir slíka aðferðafræði horfa raunsætt í augun á vímuefnavandanum og lágmarki skaðann af notkun slíkra efna. Skaðaminnkun sé ekki meðferðarúrræði en tali á sama tíma ekki gegn meðferðarúrræðum. „Mikilvægt er að hafa hugfast að á bakvið alvarlegan vímuefnavanda liggur flókin saga. Áföll, ofbeldi, fátækt og hlutir sem mörg okkar geta ekki ímyndað sér. Þetta er ekki sjálfskaparvíti. Vímuefnaneysla er oft leið fyrir fólk til þess að lifa af þessi áföll. Að takast svo á við vímuefnavandann er stórt skref og þá þarf fólk mikinn stuðning til að geta unnið úr ástæðum neyslunnar og er ótrúlega mikilvægt að það séu til slík úrræði í samfélaginu,“ segir Elísabet. Hún segir mikilvægt að samfélagið búi til pláss fyrir þennan hóp, beri virðingu fyrir honum og horfist í augu við það að hann sé til staðar. Afneitun á vandamálinu hjálpi engum. „Það er nefnilega magnað að þegar maður mætir fólki þar sem það er statt, á mannúðlegan máta og af virðingu, án fordóma og forræðishyggju, þá gerast magnaðir hlutir.“
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. 11. október 2019 20:00 Rauði krossinn styður frumvarp um neyslurými Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. 6. ágúst 2019 18:10 Skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. 17. október 2019 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. 11. október 2019 20:00
Rauði krossinn styður frumvarp um neyslurými Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. 6. ágúst 2019 18:10
Skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. 17. október 2019 13:15