Erlent

Bloomberg stefnir á forsetaframboð

Samúel Karl Ólason skrifar
Michael Bloomberg, auðkýfingur og fyrrverandi borgarstjóri New York.
Michael Bloomberg, auðkýfingur og fyrrverandi borgarstjóri New York. AP/John Locher
Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann telur þá frambjóðendur sem hafa boðið sig fram ekki líklega til að sigra Donald Trump í kosningunum á næsta ári. Taki hann þá ákvörðun að bjóða sig fram stillir Bloomberg, sem er frá New York og var eitt sinn borgarstjóri þar, sér við hlið sautján annarra frambjóðenda Demókrataflokksins sem eftir eru.



Þó Bloomberg hafi ekki tekið lokaákvörðun ætlar hann að skrá sig til framboðs í Alabama, þar sem framboðsfresturinn rennur fyrst út í Bandaríkjunum.

Bloomberg daðraði við að bjóða sig fram fyrr á þessu ári en hætti við þegar Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, tók þá ákvörðun að bjóða sig fram. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Bloomberg þó áhyggjur yfir stöðu mála og þá sérstaklega með tilliti til aukinna vinsælda róttækra frambjóðenda eins og Elizabeth Warren.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×