Þeir bestu ekki alveg með reglurnar á tæru Björn Thorfinnsson skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Wesley So, sem er hér til hægri, varð heimsmeistari. Mynd/Maria Emelianova Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega afbrigði af skáklistinni. Þar á meðal Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vettvangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu.Hugarfóstur Bobby Fischer Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnillingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt afbrigði. Það virkar þannig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbúið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir flestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niðurstaðan varð sú að skákin var endurtekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar.Heimsmeistaraeinvígið hugsanlega haldið á Íslandi Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembiskákarinnar. „Þetta er frábært afbrigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Samstarf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða mótshaldinu fundaði ég einnig með fulltrúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðraðar áður að Ísland tæki að sér einvígið í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischerslembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómarann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega afbrigði af skáklistinni. Þar á meðal Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vettvangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu.Hugarfóstur Bobby Fischer Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnillingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt afbrigði. Það virkar þannig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbúið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir flestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niðurstaðan varð sú að skákin var endurtekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar.Heimsmeistaraeinvígið hugsanlega haldið á Íslandi Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembiskákarinnar. „Þetta er frábært afbrigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Samstarf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða mótshaldinu fundaði ég einnig með fulltrúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðraðar áður að Ísland tæki að sér einvígið í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira