Innlent

Vilja auka innflutning

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði með Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla, og kom þetta fram á fundinum.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði með Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla, og kom þetta fram á fundinum. Vísir/Vilhelm
Kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að auka enn frekar íslenskan innflutning til Kína með því að greiða fyrir innflutningi á sjávarafurðum, fiskimjöli, laxi og lambakjöti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði með Zhang Jiwen, vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla, og kom þetta fram á fundinum.

Ráðherrann er staddur í Qingdao í Kína þar sem hann sækir stærstu sjávarútvegssýningu heims ásamt því að funda með kínverskum ráðamönnum þar sem fundarefni er meðal annars hvernig fylgja megi eftir fríverslunarsamningi landanna sem tók gildi árið 2014. Ellefu íslensk fyrirtæki taka þátt í sjávarútvegssýningunni.

Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Kristjáni Þór sjávarútvegsráðherra að mikilvægt sé að samskipti þjóðanna gangi vel.

„Það er því gríðarstórt hagsmunamál fyrir Ísland að þessi samskipti gangi vel og það er því ánægjulegt að heyra vilja kínverskra stjórnvalda til að greiða fyrir frekari innflutningi til Kína frá Íslandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×