Innlent

Starfs­maður á Kefla­víkur­flug­velli grunaður um um­fangs­mikið fíkni­efna­smygl

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hinn handtekni starfar á Keflavíkurflugvelli.
Hinn handtekni starfar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Íslenskur karlmaður, fæddur árið 1992, var í síðustu viku handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa smyglað talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Þá hafa fleiri verið handteknir í tengslum við málið.

Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili sínu um miðja síðustu viku. Jón Halldór segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi, en miði vel.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×