Örvæntingarfullir foreldrar í dauðaleit að graskerum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 00:37 Það er listgrein að skera út grasker. Guðmundur Thor Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan. Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan.
Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira