Njóta hrekkjavökunnar saman Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. október 2019 10:00 Fjölskyldan er orðin afa slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á Kjertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur Thor Hrekkjavakan hefur á síðustu árum eignað sér stærri og stærri sess í hugum Íslendinga. Margir klæða sig upp í ógnvænlega búninga, haldin eru partí um land allt og sjá má útskorin grasker við útidyr margra landsmanna þegar líða tekur á október. Hrekkjavakan er haldin hátíðleg víða um heim þann 31. október og má búast við ýmsum kynjaverum á ferli hér á landi þann dag. Guðmundur Thor Kárason og fjölskylda hans leggja mikið upp úr graskersútskurði og öðrum þáttum tengdum hrekkjavökunni á þessum tíma árs. „Við fjölskyldan höfum alltaf verið dugleg að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna og setja þau síðan út með logandi kertum,“ segir Guðmundur.„Krakkarnir hafa síðan klætt sig í búninga og farið um hverfið að betla sælgæti. Þar sem öskudagurinn er heilagur í okkar fjölskyldu og fyrir hann eru útbúnir mjög viðamiklir búningar þá hafa hrekkjavökubúningarnir meira byggst á andlitsmálningu og öðru slíku,“ bætir hann við. Margir landsmenn hafa haft orð á því síðastliðin ár að hrekkjavakan sé ekki íslensk hefð heldur hefð sem tekin hefur verið upp frá Ameríku. Guðmundur segir að í upphafi hafi fjölskyldan ekki verið spennt fyrir hrekkjavökunni en segir að með tímanum hafi skoðun þeirra breyst. „Hrekkjavakan naut ákveðinna fordóma hjá okkur í upphafi þar sem þetta er innfluttur amerískur siður. Það reyndist bara svo skemmtilegt að setjast öll saman og skera út graskerin að við höfum alveg tekið siðbót og njótum þess nú í botn að halda Hrekkjavökuna hátíðlega,“ segir hann. Þau hafa skorið grasker af miklum metnaði í áraraðir líkt og sjá má á myndunum og eitt árið fóru þau afar óhefðbundna leið í útskurðinum. „Eftirminnilegasta graskerið var þegar við notuðum GSM-síma sem auga á graskerið. Þá fundum við myndband af auga sem fyllti út í skjáinn á símanum og þannig fékk graskerið lifandi auga sem hreyfðist. Síminn lyktaði reyndar af graskeri talsverðan tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur glaður í bragði. Fleiri myndir ásamt myndbandi má sjá á frettabladid.is.Fjölskyldan er orðin afar slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á kertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur ThorGuðmundur Thor Kárason og Tinna Guðmundsdóttir leita að innblæstri á alnetinu áður en þau hefjast handa við að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna. Því næst teikna þau með tússpenna hvað á að skera út og hefjast svo handa.Svona skerum við út grasker: 1. Leita að hugmyndum á alnetinu um hvernig megi útfæra graskerskurðinn. 2. Teikna með tússpenna á graskerið það sem á að skera út. Ákveða hvað er skorið alveg í burtu, hvað er hálfskorið (hvítt/gegnsætt) og hvað er túlkað með línum/skurðum. 3. Byrja að skera út opið á graskerinu og síðan nota stóra málmskeið/málmsleif til að hreinsa og skafa innan úr því. 4. Nota dúkahníf eða annan mjög beittan hníf til að skera út graskerið. Ég er venjulega með einn dúkahníf og einn langan, mjóan hníf. 5. Setja sprittkerti, 1-3 stykki, í graskerið og njóta róandi áhrifa þess. Birtist í Fréttablaðinu Föndur Hrekkjavaka Krakkar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Hrekkjavakan hefur á síðustu árum eignað sér stærri og stærri sess í hugum Íslendinga. Margir klæða sig upp í ógnvænlega búninga, haldin eru partí um land allt og sjá má útskorin grasker við útidyr margra landsmanna þegar líða tekur á október. Hrekkjavakan er haldin hátíðleg víða um heim þann 31. október og má búast við ýmsum kynjaverum á ferli hér á landi þann dag. Guðmundur Thor Kárason og fjölskylda hans leggja mikið upp úr graskersútskurði og öðrum þáttum tengdum hrekkjavökunni á þessum tíma árs. „Við fjölskyldan höfum alltaf verið dugleg að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna og setja þau síðan út með logandi kertum,“ segir Guðmundur.„Krakkarnir hafa síðan klætt sig í búninga og farið um hverfið að betla sælgæti. Þar sem öskudagurinn er heilagur í okkar fjölskyldu og fyrir hann eru útbúnir mjög viðamiklir búningar þá hafa hrekkjavökubúningarnir meira byggst á andlitsmálningu og öðru slíku,“ bætir hann við. Margir landsmenn hafa haft orð á því síðastliðin ár að hrekkjavakan sé ekki íslensk hefð heldur hefð sem tekin hefur verið upp frá Ameríku. Guðmundur segir að í upphafi hafi fjölskyldan ekki verið spennt fyrir hrekkjavökunni en segir að með tímanum hafi skoðun þeirra breyst. „Hrekkjavakan naut ákveðinna fordóma hjá okkur í upphafi þar sem þetta er innfluttur amerískur siður. Það reyndist bara svo skemmtilegt að setjast öll saman og skera út graskerin að við höfum alveg tekið siðbót og njótum þess nú í botn að halda Hrekkjavökuna hátíðlega,“ segir hann. Þau hafa skorið grasker af miklum metnaði í áraraðir líkt og sjá má á myndunum og eitt árið fóru þau afar óhefðbundna leið í útskurðinum. „Eftirminnilegasta graskerið var þegar við notuðum GSM-síma sem auga á graskerið. Þá fundum við myndband af auga sem fyllti út í skjáinn á símanum og þannig fékk graskerið lifandi auga sem hreyfðist. Síminn lyktaði reyndar af graskeri talsverðan tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur glaður í bragði. Fleiri myndir ásamt myndbandi má sjá á frettabladid.is.Fjölskyldan er orðin afar slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á kertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur ThorGuðmundur Thor Kárason og Tinna Guðmundsdóttir leita að innblæstri á alnetinu áður en þau hefjast handa við að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna. Því næst teikna þau með tússpenna hvað á að skera út og hefjast svo handa.Svona skerum við út grasker: 1. Leita að hugmyndum á alnetinu um hvernig megi útfæra graskerskurðinn. 2. Teikna með tússpenna á graskerið það sem á að skera út. Ákveða hvað er skorið alveg í burtu, hvað er hálfskorið (hvítt/gegnsætt) og hvað er túlkað með línum/skurðum. 3. Byrja að skera út opið á graskerinu og síðan nota stóra málmskeið/málmsleif til að hreinsa og skafa innan úr því. 4. Nota dúkahníf eða annan mjög beittan hníf til að skera út graskerið. Ég er venjulega með einn dúkahníf og einn langan, mjóan hníf. 5. Setja sprittkerti, 1-3 stykki, í graskerið og njóta róandi áhrifa þess.
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Hrekkjavaka Krakkar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira