Japanir heiðra höfund Súper Maríó bræðra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 07:30 Miyamoto er einn áhrifamesti tölvuleikjahönnuður sögunnar. Nordicphotos/Getty Shigeru Miyamoto, höfundur tölvuleikjanna vinsælu um Maríóbræður, verður heiðraður af ríkisstjórn Japans á sunnudag, 3. nóvember, fyrir framlag hans til menningarinnar en það er einmitt svokallaður menningardagur landsins. Miyamoto, sem er 66 ára, er goðsögn í tölvuleikjaiðnaðinum, sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum og veltir meira en aðrar afþreyingargreinar, svo sem kvikmyndir og tónlist. Hann hóf feril sinn hjá Nintendo árið 1977 og hannaði meðal annars hinn geysivinsæla spilakassaleik Donkey Kong árið 1981. Árið 1984 varð Miyamoto framkvæmdastjóri hönnunar hjá Nintendo, staða sem hann gegndi allt til ársins 2015 og starfar hann enn þá hjá fyrirtækinu. Þegar fyrsta heimaleikjatölva fyrirtækisins, NES, sló í gegn árið 1986 var það að miklu leyti leikjum Miyamoto að þakka, Super Mario Bros og The Legend of Zelda. Hinn ítalski pípulagningamaður Mario hefur síðan orðið einn helsti tákngervingur fyrir tölvuleikjaiðnaðinn í heild. „Við munum gera okkar allra besta til að fá fólk alls staðar í heiminum til að brosa,“ sagði Miyamoto þegar honum var tilkynnt um viðurkenninguna. Hann sagði einnig að öll hönnunardeildin hjá Nintendo ætti heiðurinn skilið. Nintendo lagði keppinauta sína í Sega að velli á níunda áratugnum en varð síðan undir í samkeppni við Playstation og Xbox. Nintendo hafði ekki burði til þess að keppa við framleiðendur þeirra, Sony og Microsoft, hvað búnað varðar. Hefur fyrirtækið því á undanförnum árum þurft að beita hugvitinu og setja öðruvísi tölvur á markað, svo sem Wii og Switch. Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Shigeru Miyamoto, höfundur tölvuleikjanna vinsælu um Maríóbræður, verður heiðraður af ríkisstjórn Japans á sunnudag, 3. nóvember, fyrir framlag hans til menningarinnar en það er einmitt svokallaður menningardagur landsins. Miyamoto, sem er 66 ára, er goðsögn í tölvuleikjaiðnaðinum, sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum og veltir meira en aðrar afþreyingargreinar, svo sem kvikmyndir og tónlist. Hann hóf feril sinn hjá Nintendo árið 1977 og hannaði meðal annars hinn geysivinsæla spilakassaleik Donkey Kong árið 1981. Árið 1984 varð Miyamoto framkvæmdastjóri hönnunar hjá Nintendo, staða sem hann gegndi allt til ársins 2015 og starfar hann enn þá hjá fyrirtækinu. Þegar fyrsta heimaleikjatölva fyrirtækisins, NES, sló í gegn árið 1986 var það að miklu leyti leikjum Miyamoto að þakka, Super Mario Bros og The Legend of Zelda. Hinn ítalski pípulagningamaður Mario hefur síðan orðið einn helsti tákngervingur fyrir tölvuleikjaiðnaðinn í heild. „Við munum gera okkar allra besta til að fá fólk alls staðar í heiminum til að brosa,“ sagði Miyamoto þegar honum var tilkynnt um viðurkenninguna. Hann sagði einnig að öll hönnunardeildin hjá Nintendo ætti heiðurinn skilið. Nintendo lagði keppinauta sína í Sega að velli á níunda áratugnum en varð síðan undir í samkeppni við Playstation og Xbox. Nintendo hafði ekki burði til þess að keppa við framleiðendur þeirra, Sony og Microsoft, hvað búnað varðar. Hefur fyrirtækið því á undanförnum árum þurft að beita hugvitinu og setja öðruvísi tölvur á markað, svo sem Wii og Switch.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira