Frítími og fjölskyldulíf með vinnu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. október 2019 15:00 Við hjá Sjúkraliðafélag Íslands höfum lengi bent á yfirvofandi skort á sjúkraliðum, álag í starfi er mikið og nýliðun í stéttinni er ófullnægjandi. Það er því brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Á ríkisstjórnarfundi í ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp um betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Lengi vel hefur áhersla stjórnvalda verið á aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkraliðar mætt afgangi, en okkur hefur loksins tekist að ná áheyrn heilbrigðisyfirvalda þar sem nú verður leitað leiða til að fjölga sjúkraliðum. Starfshópur fyrir sjúkraliða er skipaður fulltrúum stjórnvalda ásamt aðilum frá Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkraliðafélaginu. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum í desember 2019 sem hafa það að markmiði að fjölga bæði nemendum og útskrifuðum sjúkraliðum, og auka möguleika á framhaldsmenntun sjúkraliða. Með vinnu starfshópsins verður leitast við að leggja fram fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar er ljóst að vinnutími skiptir sköpum þegar stefnt er að því að laða fólk til vinnu og því þarf einnig að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi þurfum við að horfast í augu við breytt viðhorf unga fólksins til vinnu sem hefur sett sér skýrari mörk um hversu langt vinnan getur gengið gagnvart frítíma og fjölskyldulífi. Í öðru lagi þurfum við að vera upplýst um að vaktavinna er álagsþáttur sem auðveldlega getur leitt til heilsubrests, eins og fjölmörg dæmi eru um. Í þessu verkefni fellst því mikil áskorun en um 89% sjúkraliða eru í vaktavinnu. Þá er meirihluti sjúkraliða í hlutastarfi, meðal annars vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of krefjandi. Allir sem til þekkja vita að hlutverk sjúkraliða í heilbrigðiskerfinu er gríðarlega mikilvægt, það er því brýnt að markvisst sé unnið að því að bæta starfsumhverfið þannig að þeir hverfi ekki úr stéttinni vegna erfiðra starfsskilyrða. Við hjá Sjúkraliðafélaginu leggjum áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðinga. Ef við bregðumst ekki við núna og bætum kjör og vinnuaðstæður sjúkraliða, stefnir í fækkun í faginu sem mun leiða af sér ófremdarástand innan heilbrigðiskerfisins.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Vaktavinna er álagsþáttur Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. 24. október 2019 15:15 Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Við hjá Sjúkraliðafélag Íslands höfum lengi bent á yfirvofandi skort á sjúkraliðum, álag í starfi er mikið og nýliðun í stéttinni er ófullnægjandi. Það er því brýnt að grípa til tafarlausra aðgerða til að sporna við þessari þróun. Á ríkisstjórnarfundi í ágúst var samþykkt að setja á laggirnar starfshóp um betri mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Lengi vel hefur áhersla stjórnvalda verið á aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkraliðar mætt afgangi, en okkur hefur loksins tekist að ná áheyrn heilbrigðisyfirvalda þar sem nú verður leitað leiða til að fjölga sjúkraliðum. Starfshópur fyrir sjúkraliða er skipaður fulltrúum stjórnvalda ásamt aðilum frá Háskóla Íslands, Landspítala og Sjúkraliðafélaginu. Starfshópurinn á að skila tillögum sínum í desember 2019 sem hafa það að markmiði að fjölga bæði nemendum og útskrifuðum sjúkraliðum, og auka möguleika á framhaldsmenntun sjúkraliða. Með vinnu starfshópsins verður leitast við að leggja fram fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar er ljóst að vinnutími skiptir sköpum þegar stefnt er að því að laða fólk til vinnu og því þarf einnig að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði. Í fyrsta lagi þurfum við að horfast í augu við breytt viðhorf unga fólksins til vinnu sem hefur sett sér skýrari mörk um hversu langt vinnan getur gengið gagnvart frítíma og fjölskyldulífi. Í öðru lagi þurfum við að vera upplýst um að vaktavinna er álagsþáttur sem auðveldlega getur leitt til heilsubrests, eins og fjölmörg dæmi eru um. Í þessu verkefni fellst því mikil áskorun en um 89% sjúkraliða eru í vaktavinnu. Þá er meirihluti sjúkraliða í hlutastarfi, meðal annars vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of krefjandi. Allir sem til þekkja vita að hlutverk sjúkraliða í heilbrigðiskerfinu er gríðarlega mikilvægt, það er því brýnt að markvisst sé unnið að því að bæta starfsumhverfið þannig að þeir hverfi ekki úr stéttinni vegna erfiðra starfsskilyrða. Við hjá Sjúkraliðafélaginu leggjum áherslu á í yfirstandandi kjaraviðræðum að stytta vinnuvikuna í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks án launaskerðinga. Ef við bregðumst ekki við núna og bætum kjör og vinnuaðstæður sjúkraliða, stefnir í fækkun í faginu sem mun leiða af sér ófremdarástand innan heilbrigðiskerfisins.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vaktavinna er álagsþáttur Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. 24. október 2019 15:15
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun