Fullorðna fólkið á Djúpavogi tók hrekkjavöku með trompi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2019 22:56 Frá hrekkjavöku á Djúpavogi í kvöld. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum og gervum heldur einnig fullorðnir, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2. Þannig voru kennararnir í grunnskólanum á Djúpavogi klæddir og málaðir eins og uppvakningar, þegar Stöðvar 2-menn ráku þar inn nefið í hádeginu.Starfsmenn á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gervum sínum í dag. Annar "uppvakningurinn" var með blóðtaumana á hálsinum, hinn á handleggnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Hótel Framtíð tóku hótelstjórinn og aðrir starfsmenn á móti gestum með „blóðtaumana“ í andlitinu og buðu upp á beinagrindafisk frá Búlandstindi á hádegismatseðli. Þá mátti sjá ýmsar ófrýnilegar myrkraverur afgreiða gesti veitingastaðarins Við Voginn. Staðurinn var auk þess skreyttur allskyns „hryllingi“.Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, eigandi Hótels Framtíðar, slakar á með "blóðtaumana" í andlitinu og risakönguló á höfðinu á verönd hótelsins síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Börnin á Djúpavogi klæddu sig í gervi norna, drauga og annarra hrollvekjandi óvætta þegar þau gengu á milli húsa og buðu upp á „grikk eða gott“. Fyrir yngri börnin var haldið hrekkjavökubúningaball síðdegis en unglingarnir fóru á hrekkjavöku í kvöld í Hálsaskógi skammt utan við Djúpavog með ratleik og draugagangi.Vinkonur við Djúpavogsskóla í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fullorðna fólkinu var boðið upp á notalega hugleiðslustund í sundlauginni með „kertaljósum og kósy“ í kvöld. Djúpivogur og Búlandstindur skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Til vinstri sést inn í Hamarsfjörð en spegilsléttur Berufjörður opnast til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dagskráin á Djúpavogi er hluti af fimm daga byggðahátíð Austurlands sem nefnist Dagar myrkurs. Þar eru Austfirðingar hvattir til samveru og að gera sér glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um hrekkjavökuna: Djúpivogur Hrekkjavaka Tengdar fréttir Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hrekkjavakan var tekin með trompi á Djúpavogi í dag. Þar voru það ekki aðeins krakkarnir sem klæddust búningum og gervum heldur einnig fullorðnir, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2. Þannig voru kennararnir í grunnskólanum á Djúpavogi klæddir og málaðir eins og uppvakningar, þegar Stöðvar 2-menn ráku þar inn nefið í hádeginu.Starfsmenn á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gervum sínum í dag. Annar "uppvakningurinn" var með blóðtaumana á hálsinum, hinn á handleggnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Hótel Framtíð tóku hótelstjórinn og aðrir starfsmenn á móti gestum með „blóðtaumana“ í andlitinu og buðu upp á beinagrindafisk frá Búlandstindi á hádegismatseðli. Þá mátti sjá ýmsar ófrýnilegar myrkraverur afgreiða gesti veitingastaðarins Við Voginn. Staðurinn var auk þess skreyttur allskyns „hryllingi“.Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, eigandi Hótels Framtíðar, slakar á með "blóðtaumana" í andlitinu og risakönguló á höfðinu á verönd hótelsins síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Börnin á Djúpavogi klæddu sig í gervi norna, drauga og annarra hrollvekjandi óvætta þegar þau gengu á milli húsa og buðu upp á „grikk eða gott“. Fyrir yngri börnin var haldið hrekkjavökubúningaball síðdegis en unglingarnir fóru á hrekkjavöku í kvöld í Hálsaskógi skammt utan við Djúpavog með ratleik og draugagangi.Vinkonur við Djúpavogsskóla í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fullorðna fólkinu var boðið upp á notalega hugleiðslustund í sundlauginni með „kertaljósum og kósy“ í kvöld. Djúpivogur og Búlandstindur skörtuðu sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Til vinstri sést inn í Hamarsfjörð en spegilsléttur Berufjörður opnast til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dagskráin á Djúpavogi er hluti af fimm daga byggðahátíð Austurlands sem nefnist Dagar myrkurs. Þar eru Austfirðingar hvattir til samveru og að gera sér glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um hrekkjavökuna:
Djúpivogur Hrekkjavaka Tengdar fréttir Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá Fljótsdalshéraði. 30. október 2019 22:53