Þjóðarspegillinn haldinn í tuttugasta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 23:53 Háskóli Íslands. Fréttablaðið/GVA Á morgun fer fram Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin og er dagskráin fjölbreytt. „Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning, segir Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs.Daði Már KristóferssonMynd/Háskóli ÍslandsÞverfagleg ráðstefna Hann segir að fyrirlesarar í gegnum tíðina hafi verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af. „Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði.“ Bendir Daði Már á að árlega taki jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. „Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.“Fjölbreytt dagskrá Aðalfyrirlesari Þjóðarspegilsins í ár er Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga. De Haas er höfundur bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World ásamt Stephen Castles og Mark Miller. Mun hann í erindi sínu setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi. „Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.“ 252 fræðimenn og konur taka þátt í ráðstefnunni í ár, þar verða 52 málstofur, 209 ágrip og 204 erindi.Dagskrá Þjóðarspegilsins má nálgast hér. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira
Á morgun fer fram Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin og er dagskráin fjölbreytt. „Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning, segir Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs.Daði Már KristóferssonMynd/Háskóli ÍslandsÞverfagleg ráðstefna Hann segir að fyrirlesarar í gegnum tíðina hafi verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af. „Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði.“ Bendir Daði Már á að árlega taki jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. „Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.“Fjölbreytt dagskrá Aðalfyrirlesari Þjóðarspegilsins í ár er Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga. De Haas er höfundur bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World ásamt Stephen Castles og Mark Miller. Mun hann í erindi sínu setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi. „Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.“ 252 fræðimenn og konur taka þátt í ráðstefnunni í ár, þar verða 52 málstofur, 209 ágrip og 204 erindi.Dagskrá Þjóðarspegilsins má nálgast hér.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira
Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22