Þjóðarspegillinn haldinn í tuttugasta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 23:53 Háskóli Íslands. Fréttablaðið/GVA Á morgun fer fram Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin og er dagskráin fjölbreytt. „Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning, segir Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs.Daði Már KristóferssonMynd/Háskóli ÍslandsÞverfagleg ráðstefna Hann segir að fyrirlesarar í gegnum tíðina hafi verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af. „Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði.“ Bendir Daði Már á að árlega taki jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. „Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.“Fjölbreytt dagskrá Aðalfyrirlesari Þjóðarspegilsins í ár er Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga. De Haas er höfundur bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World ásamt Stephen Castles og Mark Miller. Mun hann í erindi sínu setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi. „Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.“ 252 fræðimenn og konur taka þátt í ráðstefnunni í ár, þar verða 52 málstofur, 209 ágrip og 204 erindi.Dagskrá Þjóðarspegilsins má nálgast hér. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á morgun fer fram Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin og er dagskráin fjölbreytt. „Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning, segir Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs.Daði Már KristóferssonMynd/Háskóli ÍslandsÞverfagleg ráðstefna Hann segir að fyrirlesarar í gegnum tíðina hafi verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af. „Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði.“ Bendir Daði Már á að árlega taki jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. „Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.“Fjölbreytt dagskrá Aðalfyrirlesari Þjóðarspegilsins í ár er Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga. De Haas er höfundur bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World ásamt Stephen Castles og Mark Miller. Mun hann í erindi sínu setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi. „Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.“ 252 fræðimenn og konur taka þátt í ráðstefnunni í ár, þar verða 52 málstofur, 209 ágrip og 204 erindi.Dagskrá Þjóðarspegilsins má nálgast hér.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22