Ejub Purisevic hefur gengið til liðs við Stjörnuna og mun sjá um þjálfun yngri flokka hjá félaginu.
Ejub hefur þjálfað Víking Ólafsvík síðustu ár en hann hætti hjá félaginu í haust eftir 17 ára starf.
Hann var mikið orðaður við félög á höfuðborgarsvæðinu en ljóst er að hann mun ekki taka að sér starf þjálfara meistaraflokks.
Ejub verður aðalþjálfari 3. flokks karla auk þess sem hann mun stýra hæfileikamótun 2. - 4. flokks.
Íslenski boltinn