Gagnrýnin kom Trump á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 18:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Þetta sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í dag. Mulvaney sagði einnig að Trump teldi sig enn vera í þeim bransa að taka vel á móti fólki. Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að halda fundinn í Doral-klúbbnum og sagði ástæðuna vera „geðsjúkt og órökrétt mótlæti Demókrata og fjölmiðla“.Í viðtali á Fox í dag sagði Mulvaney að mótætið hefði komið forsetanum á óvart. Hann hafi viljað taka á móti stærstu þjóðarleiðtogum heims og halda mikla hátíð. Trump hafi verið sannfærður um að það væri hægt í Doral.Mulvaney bætti við að hann teldi ákvörðunina rétta. G7-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Áðurnefnd gagnrýni sneri að mestu leyti að því að stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar embættismönnum og kjörnum fulltrúum að taka við fé frá erlendum aðilum eða hinu opinbera í Bandaríkjunum án samþykkis þingsins. Gagnrýnin kom þó ekki eingöngu frá Demókrötum og fjölmiðlum. Hún kom einnig frá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Only on FOX News Sunday: Mick Mulvaney reacts to the president's decision to scrap the G7 summit at his Doral resort: "At the end of the day he (the President) still considers himself to be in the hospitality business." Exclusively on FOX News Sunday. Check your local listings. pic.twitter.com/vYfJCwPtJK — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) October 20, 2019 Alla forsetatíð Trump hefur hann verið gagnrýndur vegna áframhaldandi reksturs hans. Meðal annars ferðast hann reglulega til klúbba sem hann á og ver fríum þar og helgum, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Alls hefur hann farið rúmlega 300 sinnum til eigin fyrirtækja, samkvæmt Politico, sem vísar í opinberar tölur frá Hvíta húsinu.Þá hafa erlendir erindrekar gist á hótelum hans, eins og í Washington DC. Tæknilega séð gæti það verið að taka við greiðslu frá erlendum aðilum og hinu opinbera, samkvæmt gagnrýnendum hans, og hafa mál verið höfðuð gegn honum vegna þessa. Rannsókn Demókrata vegna mögulegrar ákæru gegn Trump fyrir embættisbrot snýr meðal annars að því hvort Trump sé að græða á forsetaembættinu. Til stóð að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi greiða atkvæði um ályktunartillögu sem ætlað var að fordæma ákvörðun Trump að halda G7-fundinn í Miami. Búið er að hætta við þá atkvæðagreiðslu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Þetta sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í dag. Mulvaney sagði einnig að Trump teldi sig enn vera í þeim bransa að taka vel á móti fólki. Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að halda fundinn í Doral-klúbbnum og sagði ástæðuna vera „geðsjúkt og órökrétt mótlæti Demókrata og fjölmiðla“.Í viðtali á Fox í dag sagði Mulvaney að mótætið hefði komið forsetanum á óvart. Hann hafi viljað taka á móti stærstu þjóðarleiðtogum heims og halda mikla hátíð. Trump hafi verið sannfærður um að það væri hægt í Doral.Mulvaney bætti við að hann teldi ákvörðunina rétta. G7-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Áðurnefnd gagnrýni sneri að mestu leyti að því að stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar embættismönnum og kjörnum fulltrúum að taka við fé frá erlendum aðilum eða hinu opinbera í Bandaríkjunum án samþykkis þingsins. Gagnrýnin kom þó ekki eingöngu frá Demókrötum og fjölmiðlum. Hún kom einnig frá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Only on FOX News Sunday: Mick Mulvaney reacts to the president's decision to scrap the G7 summit at his Doral resort: "At the end of the day he (the President) still considers himself to be in the hospitality business." Exclusively on FOX News Sunday. Check your local listings. pic.twitter.com/vYfJCwPtJK — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) October 20, 2019 Alla forsetatíð Trump hefur hann verið gagnrýndur vegna áframhaldandi reksturs hans. Meðal annars ferðast hann reglulega til klúbba sem hann á og ver fríum þar og helgum, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Alls hefur hann farið rúmlega 300 sinnum til eigin fyrirtækja, samkvæmt Politico, sem vísar í opinberar tölur frá Hvíta húsinu.Þá hafa erlendir erindrekar gist á hótelum hans, eins og í Washington DC. Tæknilega séð gæti það verið að taka við greiðslu frá erlendum aðilum og hinu opinbera, samkvæmt gagnrýnendum hans, og hafa mál verið höfðuð gegn honum vegna þessa. Rannsókn Demókrata vegna mögulegrar ákæru gegn Trump fyrir embættisbrot snýr meðal annars að því hvort Trump sé að græða á forsetaembættinu. Til stóð að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi greiða atkvæði um ályktunartillögu sem ætlað var að fordæma ákvörðun Trump að halda G7-fundinn í Miami. Búið er að hætta við þá atkvæðagreiðslu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira