Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2019 10:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Vísir/vilhelm Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð. Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð.
Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00
Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08
Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16