Heimsmeistari óánægður með að þurfa að sitja þjálfaranámskeið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2019 16:30 Jacobsen með heimsmeistarastyttuna. Danir unnu alla leiki sína á HM 2019. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa gert danska karlalandsliðið í handbolta að heimsmeisturum í ársbyrjun á Nikolaj Jacobsen eftir að taka þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að starfa við þjálfun á hæsta getustigi. Jacobsen hefur verið gert að klára EHF Pro License þjálfaragráðuna sem þjálfarar þurfa að hafa til að mega stýra liðum á stórmótum landsliða og í Meistaradeild Evrópu frá og með næsta tímabili. Jacobsen, og aðstoðarmaður hans með danska landsliðið, Henrik Kronborg, þurfa því að gjöra svo vel að setjast á skólabekk. Jacobsen hefur lítinn húmor fyrir því. „Árangurinn ætti að tala sínu máli. Stundum þurfa menn að horfa í gegnum fingur sér varðandi þá sem hafa þjálfað í mörg ár. Ég hef ekkert á móti því að klára verkefnin en mér finnst það frekar ýkt og smá vanvirðing að þurfa að sitja öll námskeiðin,“ sagði Jacobsen við Extra Bladet. „Það sem ég hef lært finnurðu ekki í bókum. Ég hef allt aðra þekkingu en kennararnir á námskeiðunum.“ Auk þess að hafa gert Dani að heimsmeisturum stýrði Jacobsen Rhein-Neckar Löwen til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Þá varð Aalborg danskur meistari undir hans stjórn. Misjafnt er milli landa hversu langan tíma það tekur að klára EHF Master Coach námið sem gerir þjálfurum kleift að taka EHF Pro License gráðuna. Í Þýskalandi tekur það aðeins en í Danmörku tekur það jafnan rúmlega eitt og hálft ár samkvæmt Extra Bladet. Jacobsen tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Þeir mætast á EM 2020 en Ísland og Danmörk eru saman í riðli ásamt Rússlandi og Ungverjalandi. Leikirnir í riðlinum fara fram í Svíþjóð. Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa gert danska karlalandsliðið í handbolta að heimsmeisturum í ársbyrjun á Nikolaj Jacobsen eftir að taka þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að starfa við þjálfun á hæsta getustigi. Jacobsen hefur verið gert að klára EHF Pro License þjálfaragráðuna sem þjálfarar þurfa að hafa til að mega stýra liðum á stórmótum landsliða og í Meistaradeild Evrópu frá og með næsta tímabili. Jacobsen, og aðstoðarmaður hans með danska landsliðið, Henrik Kronborg, þurfa því að gjöra svo vel að setjast á skólabekk. Jacobsen hefur lítinn húmor fyrir því. „Árangurinn ætti að tala sínu máli. Stundum þurfa menn að horfa í gegnum fingur sér varðandi þá sem hafa þjálfað í mörg ár. Ég hef ekkert á móti því að klára verkefnin en mér finnst það frekar ýkt og smá vanvirðing að þurfa að sitja öll námskeiðin,“ sagði Jacobsen við Extra Bladet. „Það sem ég hef lært finnurðu ekki í bókum. Ég hef allt aðra þekkingu en kennararnir á námskeiðunum.“ Auk þess að hafa gert Dani að heimsmeisturum stýrði Jacobsen Rhein-Neckar Löwen til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Þá varð Aalborg danskur meistari undir hans stjórn. Misjafnt er milli landa hversu langan tíma það tekur að klára EHF Master Coach námið sem gerir þjálfurum kleift að taka EHF Pro License gráðuna. Í Þýskalandi tekur það aðeins en í Danmörku tekur það jafnan rúmlega eitt og hálft ár samkvæmt Extra Bladet. Jacobsen tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Þeir mætast á EM 2020 en Ísland og Danmörk eru saman í riðli ásamt Rússlandi og Ungverjalandi. Leikirnir í riðlinum fara fram í Svíþjóð.
Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira