Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd í skugga óánægju Blaðamannafélags Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd en skipunartími hinnar gömlu rann út mánaðamótin ágúst og september. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06