Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 12:54 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36