Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 20:52 Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir það ekki hafa verið auðvelda eða léttvæga ákvörðun að taka tímabundið við starfi forstjóra stofnunarinnar. Þá telur hún nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu Herdísar til starfsmanna Reykjalundar sem birt var í dag. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Í tilkynningunni fer Herdís, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra í kjölfar uppsagnanna, yfir þau viðfangsefni sem hún og framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa einbeitt sér að síðustu daga. Framkvæmdastjórnin sé nú fullmönnuð en ljóst sé að enn ríki reiði meðal starfsfólks Reykjalundar eftir sviptingarnar fyrr í mánuðinum. Þá hafi Herdís sett fram tvær kröfur gagnvart stjórn SÍBS þegar hún tók tímabundið við starfi forstjóra, og fallist hafi verið á þær báðar. Annars vegar kröfu um að áheyrnarfulltrúi SÍBS myndi víkja úr framkvæmdastjórn. „Framkvæmdastjórn Reykjalundar er því algjörlega sjálfstæð og óháð aðkomu stjórnar SÍBS.“Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS.VísirHins vegar að starf forstjóra yrði auglýst eins fljótt og auðið er og að stjórn SÍBS fengi hæfa aðila til að annast ráðningarferlið. Undirbúningur þess ferlis sé nú hafin. „Ég vil endurtaka, að þegar ég féllst á að taka tímabundið við starfi forstjóra var sú ákvörðun á engan hátt auðveld eða léttvæg. Ég tel hins vegar að ég geti lagt mitt að mörkum og langar að eiga þátt í því með ykkar hjálp að byggja hér hratt upp að nýju,“ segir í tilkynningu Herdísar. Þá hafi atburðir síðustu vikna vissulega haft áhrif á alla á Reykjalundi, og þar sé Herdís sjálf ekki undanskilin. Þá taki hún undir þau sjónarmið að félagasamtök eigi ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. „Til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig tel ég nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. SÍBS er vissulega eigandi Reykjalundar en það útlokar ekki að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag með hagsmuni sjúklinga, faglegrar starfsemi og starfsmanna að leiðarljósi. Ég hef óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál og tel afar áríðandi að tillögur að breyttu fyrirkomulagi verði leiddar til lykta á næstu 3-6 mánuðum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS hafi bókað mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar, Birgis Þórarinssonar, þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Þá sagði talsmaður fagráðs Reykjalundar að allt starfsfólk Reykjalundar íhugi nú stöðu sína en sex læknar eru ýmist á förum eða hafa sagt upp störfum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir það ekki hafa verið auðvelda eða léttvæga ákvörðun að taka tímabundið við starfi forstjóra stofnunarinnar. Þá telur hún nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu Herdísar til starfsmanna Reykjalundar sem birt var í dag. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Í tilkynningunni fer Herdís, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra í kjölfar uppsagnanna, yfir þau viðfangsefni sem hún og framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa einbeitt sér að síðustu daga. Framkvæmdastjórnin sé nú fullmönnuð en ljóst sé að enn ríki reiði meðal starfsfólks Reykjalundar eftir sviptingarnar fyrr í mánuðinum. Þá hafi Herdís sett fram tvær kröfur gagnvart stjórn SÍBS þegar hún tók tímabundið við starfi forstjóra, og fallist hafi verið á þær báðar. Annars vegar kröfu um að áheyrnarfulltrúi SÍBS myndi víkja úr framkvæmdastjórn. „Framkvæmdastjórn Reykjalundar er því algjörlega sjálfstæð og óháð aðkomu stjórnar SÍBS.“Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS.VísirHins vegar að starf forstjóra yrði auglýst eins fljótt og auðið er og að stjórn SÍBS fengi hæfa aðila til að annast ráðningarferlið. Undirbúningur þess ferlis sé nú hafin. „Ég vil endurtaka, að þegar ég féllst á að taka tímabundið við starfi forstjóra var sú ákvörðun á engan hátt auðveld eða léttvæg. Ég tel hins vegar að ég geti lagt mitt að mörkum og langar að eiga þátt í því með ykkar hjálp að byggja hér hratt upp að nýju,“ segir í tilkynningu Herdísar. Þá hafi atburðir síðustu vikna vissulega haft áhrif á alla á Reykjalundi, og þar sé Herdís sjálf ekki undanskilin. Þá taki hún undir þau sjónarmið að félagasamtök eigi ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. „Til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig tel ég nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. SÍBS er vissulega eigandi Reykjalundar en það útlokar ekki að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag með hagsmuni sjúklinga, faglegrar starfsemi og starfsmanna að leiðarljósi. Ég hef óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál og tel afar áríðandi að tillögur að breyttu fyrirkomulagi verði leiddar til lykta á næstu 3-6 mánuðum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS hafi bókað mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar, Birgis Þórarinssonar, þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Þá sagði talsmaður fagráðs Reykjalundar að allt starfsfólk Reykjalundar íhugi nú stöðu sína en sex læknar eru ýmist á förum eða hafa sagt upp störfum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30