Stjórn SÍBS tekur vel í hugmyndir Herdísar um aðskilnað frá Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 22:11 Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS. Vísir Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð. Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52